Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 79
3.6 Samningsvarnarþing
3.6.1 Almennt
I 6. kafla Lúganósamningsins eru reglur um samninga um varnarþing, þ.e.
varnarþingssamninga. Annars vegar er hægt að semja berum orðum um slík
varnarþing samkvæmt 17. gr. Hins vegar er gert ráð fyrir þegjandi samþykki við
varnarþingi í 18. gr. sem felst í því að vamaraðili sækir dómþing mótmælalaust
fyrir dómstóli, sem annars hefði ekki dómsvald.
Akvæði 17. gr. hefur að geyma almennar reglur um vamarþingssamninga, en
því til fyllingar eru 12. og 12. gr. A varðandi vátryggingarmál og 15. gr. varð-
andi neytendamál. Efni 17. gr. er í stuttu máli þetta: I fyrri hluta 1. tölul. 17. gr.
eru reglur um það í hvaða formi samningur þarf að vera, en í síðari hluta 1.
tölul. er regla um það að varnarþingssamningar milli aðila sem ekki eru búsettir
í samningsríkjunum séu ógildir. Þá eru í 2. og 3. tölul. sérstakar reglur um
fjárvörslusjóði. Þessu næst er í 4. tölul. sérstök túlkunarregla. Loks er sérregla
í 5. tölul. um heimild til þess að gera vamarþingssamninga í málum um vinnu-
samninga einstakra manna.
Að jafnaði felur vamarþingssamningur bæði í sérprorogation, þ.e. veitir ein-
um dómstóli eða dómstólum tiltekins ríkis dómsvald og derogation, þ.e. sviptir
dómstóla í öðrum ríkjum dómsvaldi sem þeir annars hefðu haft.177
Eins og fram kemur í 4. tölul. 17. gr. getur vamarþingssamningur eftir atvik-
um verið túlkaður þannig að í honum felist einungis prorogation. Þetta er
reyndin ef samningurinn hefur einungis verið gerður í þágu annars aðilans eða
eins þeirra. Hér veitir samningurinn, til hagsbóta fyrir sóknaraðila, dómstóli
lögsögu sem annars hefði hana ekki, án þess að taka dómsvald frá öðrum dóm-
stólum.
Þá getur vamarþingssamningur verið túlkaður með þeim hætti að einungis sé
um að ræða derogation. Alitamál er hvort slíkir samningar séu æskilegir þar
sem þeir geta falið í sér skerta réttarvemd varnaraðila. Engu að síður hefur
Evrópudómstóllinn viðurkennt gildi slíkra samninga.178
3.6.2 Almenn skilyrði fyrir beitingu 17. gr.
Þrjú almenn skilyrði eru sett í 17. gr. fyrir því að varnarþingssamningur sé
gildur. í fyrsta lagi verður a.m.k. einn af samningsaðilunum að eiga heimili í
samningsríki. Ekki skiptir máli hvort það er sóknaraðili eða varnaraðili. Þetta
skilyrði verður að vera uppfyllt á því tímamarki sem samningurinn er gerður.179
Heimilisskilyrði þetta hefur ekki sjálfstæða þýðingu fyrir gildi vamarþings-
samnings. Þannig getur varnarþingssamningur verið gildur milli aðila, sem báð-
ir eiga heimili í þriðja rfki, en veitt tilteknum dómstóli eða dómstólum í samn-
ingsríki dómsvald. Hafi slrkur samningur verið gerður geta dómstólar í öðmm
177 Allan Philip: International privat- og procesret. Kaupmannahöfn 1976, bls. 100.
178 Sjá mál 23/1978 Meeth gegn Glacetal [1978] ECR 2133.
179 Karnovs Lovsamling: 2. bindi 1998, bls. 3546.
359