Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 84

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 84
ekki ógildur á grundvelli viljaskorts. Á þessu álitaefni er ekki tekið í 17. gr. en fræðimenn hafa þó almennt talið að beita verði þeim lögum, sem lagaskilaregl- ur við dómstólinn í dómsríkinu benda á, þegar metið er hvort varnarþingssamn- ingur sé gildur.193 3.6.5 Réttaráhrif samnings um varnarþing Réttaráhrif gilds varnarþingssamnings eru að meginstefnu þau að dómstóll sá sem varnarþingssamningur vísar til hefur einn dómsvald í málinu. Hann felur því bæði í sérprorogation og derogation. Afleiðingin verður þá sú að dómsvald annarra dómstóla er útilokað. Undantekning frá þessari reglu er í 4. tölul. 17. gr. sem áður hefur verið minnst á, en þar kemur fram að hafi varnarþingssamn- ingur einungis verið gerður í þágu annars aðilans heldur hann rétti sínum til málshöfðunar fyrir öðrum dómstólum sem hafa einnig dómsvald. Mat á því hvort varnarþingssamningur hefur einungis verið gerður til hagsbóta fyrir ann- an aðilann byggist á túlkun hverju sinni. Evrópudómstóllinn hefur slegið því föstu að varnarþingssamningur teljist ekki hafa verið gerður til hagsbóta fyrir annan aðilann eingöngu vegna þess að aðilarnir hafa samið um að dómsvaldið skuli vera hjá tilteknum dómstóli eða dómstólum í samningsríki þar sem sá aðili á heimili.194 3.6.6 Undantekningar frá samningsfrelsi Undantekningar eru frá frelsinu til að gera samninga um varnarþing og eru þær tæmandi taldar. í fyrsta lagi segir í 3. tölul. 17. gr. að samningar um varn- arþing eða slík ákvæði í skjali, sem stofnar fjárvörslusjóð, hafi ekki gildi ef þau fara gegn ákvæðum 1. eða 15. gr. eða ef þau útiloka dómsvald þeirra dómstóla sem einir skuli hafa það samkvæmt 16. gr. í öðru lagi kemur fram í 5. tölul. 17. gr. að í málum um vinnusamninga ein- stakra manna liafi samkomulag um varnarþing einungis gildi ef það var gert eftir að ágreiningur er risinn.195 Það verður því ekki samið um varnarþing áður en til ágreinings kemur. Rök þessarar reglu eru hin sömu og gilda af tilliti til neytenda og vátryggingartaka, að vernda þann aðila samningssambands sem hefur veikari samningsstöðu. í þriðja lagi má nefna að undantekningar frá frelsi aðila til að semja um varn- arþing má leiða af sérstökum sáttmálum á sviði flutningaréttar, en slíkir samn- ingar hafa forgang samkvæmt 57. gr. Lúganósamningsins. 193 Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret. bls. 93. 194 Sjá mál 22/85 Anterist gegn Crédit Lyonnais [1986] ECR 1951. Enn fremur kom fram að sam- kvæmt skilningi dómstólsins skulu ákvæði sem tilgreina skýlaust þann aðila sem samið er til hags- bóta fyrir og ákvæði, sem enda þótt þau tilgreini fyrir hvaða dómstól hvor aðila á að stefna hinum veita öðrum aðilanum meira valfrelsi um vamarþing, teljast vera ákvæði sem samkvæmt hljóðan sinni aðeins er samið um til hagsbóta fyrir annan aðilann 195 Sjá nánar Jenard og Möller: OJ 1990 C 189, bls. 77. 364
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.