Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 85

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 85
3.6.7 Þegjandi samkomulag um varnarþing I 18. gr. Lúganósamningsins segir að enda þótt önnur ákvæði samningsins veiti dómstóli í samningsríki ekki dómsvald hafi hann dómsvald ef vamaraðili sækir dómþing fyrir honum. Þetta gildir þó ekki ef þing er einungis sótt til að mótmæla vamarþingi eða ef annar dómstóll hefur einn dómsvald samkvæmt 16. gr. um skylduvamarþing. Lesa verður tilvísunina til 16. gr. með hliðsjón af því að dómara ber samkvæmt 19. gr. að vísa máli frá af sjálfsdáðum ef brotið er gegn tilgreindu ákvæði. Þá er þess að geta að þær aðstæður að aðilar hafa samið um tiltekið varnarþing samkvæmt 17. gr. koma ekki í veg fyrir að dóm- stóll í öðru samningsríki hafi dómsvald samkvæmt 18. gr. ef vamaraðili sækir dómþing fyrir honum.196 Þegjandi samkomulag um varnarþing telst ekki vera fyrir hendi samkvæmt 18. gr. „ef þing er einungis sótt til þess að mótmæla varnarþingi“. Þetta orðalag hefur gefið tilefni til réttarfarslegs ágreinings. Af orðinu „einungis“ mætti draga þá ályktun að vamaraðili hafi aðeins heimild til þess að sækja þing til þess að mótmæla vamarþingi, en ekki til þess að koma fram með efnislegar vamir. í Elefanten Schu málinu197 hafnaði dómstóllinn slíkri skýringu þar sem hún væri í andstöðu við markmið samningsins. Lagði dómstóllinn til grundvallar að þeg- ar vamaraðili mætir á dómþingi hafi hann bæði heimild til þess að mótmæla dómsvaldi dómstólsins og koma fram efnislegum mótmælum. Loks má benda á að það hagræði felst í 18. gr. að dómari þarf ekki að kanna hvort hann hefur dómsvald í málinu, ef vamaraðili mætir í málinu og gerir ekki athugasemdir við vamarþingið, nema um sé að ræða skylduvarnarþing. 3.7 Könnun á varnarþingi og því hvort mál sé tækt til meðferðar í 19. og 20. gr. eru ákvæði um könnun dómstóls á varnarþingi og því hvort mál telst vera tækt til meðferðar. Dómari kannar samkvæmt 19. gr. af sjálfs- dáðum hvort skylduvarnarþing sé við einhvern annan dómstól. Ef svo er vísar hann málinu frá af sjálfsdáðum. Reglan telst nauðsynleg til þess að unnt sé að framfylgja ákvæðum 16. gr. um skylduvamarþing. Þau ákvæði eru ófrávíkjan- leg og ekki undir málsforræði aðila komin.198 Með orðalaginu „sem í aðalat- riðum varðar“ er lögð áhersla á það að viðkomandi dómstóll hefur einnig dóms- vald til þess að fjalla um málið, svo frenti sem aðalatriði málsins fellur ekki undir 16. gr. Lúganósamningsins. Það verður að skoða 19. gr. í samhengi við 2. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 34. gr. samningsins, en samkvæmt tilvitnuðum laga- ákvæðum skal ekki viðurkenna og fullnægja dómi ef hann brýtur gegn ákvæð- um 16. gr. um skylduvarnarþing. Reglunni í 20. gr. er ætlað að vernda varnaraðila í málum þar sem verður úti- 196 Sjá mál 150/1980 Elefanten Schuh gegn Jacqmain [1981] ECR 1671; mál 48/1984 Spitzley gegn Sommer Exploitation [1985] ECR 787. 197 Sjá mál 150/1980 Elefanten Schuh gegn Jacqmain [1981] ECR 1671. 198 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 38. 365
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.