Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 93

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 93
sókn í fiskimiðin við ísland. Það er óþarft fyrir mig að lýsa því hvemig það var gert, þar sem Vilhjálmur tæpir á því í grein sinni og vitnar einnig í þá ritsmíð, sem þegar virðist vera að taka sess sem mikilvæg heimild um þá atburði, nefni- lega grein Halldórs Jónssonar í Samfélagstíðindum frá 1990. En ef reynt er að íhuga upphaf kerfisins í sögulegu samhengi, tel ég að ýmislegt geti skýrt þær ráðstafanir sem þá voru gerðar. Skýringunum mætti skipta í tvo flokka. Kýs ég að gefa þeim gildismats- stimpil, og kalla annan þeirra flokk skammarlegra skýringa, og hinn flokk virð- ingarverðra skýringa. Hvað þann fyrri snertir læt ég nægja að minnast á, að ís- lenskir stjórnmálamenn eru fyrst og fremst þjónar hagsmunahópa. Ágreiningur þeirra snýst aðallega um hvaða hópum eigi að þjóna umfram aðra, „mínum“ eða „þínum“, en að því marki sem þeir kunna að íhuga skipan samfélagsins í grund- vallaratriðum, sem þeir gera sennilega lítið af, eru þeir sammála að mestu. Þeir eru þess fæstir umkomnir að veita samfélaginu raunverulega leiðsögn, heldur verða að meginstefnu til að láta sér nægja að sækja styrk til hagsmunahópa sem þegar hafa komið sér í valdastöðu í krafti peninga eða möguleika til að beita þvingunum, eða fleyta sér á tilfinningaöldum sem þeir verða varir við eða ná að skapa. Vitneskja þeirra um stjórnskipunarreglur takmarkast að mestu við atriði eins og kjördæmamörk og þingmannafjölda, og það er þeim líka alveg nóg. Að því er ég fæ best séð gætir stjómmálahæfileika þeirra mest í ýmis konar fram- kvæmdastjóm, en auk þess í orðalist af ýmsu tagi. Starfshæfni Alþingis er slík, svo að eitt dæmi sé nefnt, að með reglulegu millibili taka samtök atvinnurek- enda og ASI að sér að semja við ráðherra um lagasetningu á sviði atvinnu- og skattamála, sem hinn formlegi löggjafi er síðan látinn stimpla. Ekki er nema eðlilegt, að þeir sem utan hagsmunahópa standa skipti litlu máli við slíkar aðstæður. Og hví skyldu þá hugmyndir um almennt atvinnufrelsi, eða ígrundun um langtímaáhrif fyrir almenna borgara, sem ekki eru í öðrum félögum en þjóð- félaginu og engir þrýstihópar skipta sér af, hafa vafist fyrir stjórnmálamönnum þegar allt í einu varð að takmarka aðgang að íslenskum fiskimiðum? Hinar virðingarverðu skýringar eru þær, að vegna skýringa sem fyrri flokkn- um tilheyra kom það yfir hina kjömu löggjafa sem þruma úr heiðskíru lofti á nokkrum kvöldfundum rétt fyrir jól 1983, að verða að framselja til ráðherra vald til að takmarka aðgang að íslenskum fiskimiðum. Þegar svo var komið var eðlilegt, að taka yrði tillit til þeirra sem þegar stunduðu útgerð. Annars hefði orðið að gera fjárfestingar fjölda manna, sem ærlega hafði verið aflað, verðlitlar eða verðlausar. Fulltrúar samfélagsins höfðu komið því í þá stöðu að verða að heimila þeim einum að stunda fiskveiðar. Það var því nauðsyn, sem frá vissu sjónarmiði kann að hafa helgast af neyð. Við neyð verður jú að bregðast, hvort sem rekja má hana til hæfni, forsjálni og visku löggjafans sjálfs, eða einhvers annars, svo sem heimsstyrjaldar, eins og fyrr á tíð þegar vikið var frá stjórnskip- unarreglum. Að þessu gefnu áttu þau vatnaskil, sem urðu með tilkomu fisk- veiðistjórnkerfisins, sér ekki stað þá strax, heldur miklu fremur með því að ekki var í beinu framhaldi af þessu hafist handa um að koma í veg fyrir varanleika 373
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.