Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 94
þess einkaréttar, sem þannig var stofnað til, og snúa eins fljótt og framast var
unnt aftur til þeirra grundvallarreglna, sem samfélög frjálsra borgara eru sögð
lúta. Því var miður, að stjómmálamenn okkar reyndust þess ekki umkomnir
heldur. Með fiskveiðistjórnarlögum, sem í fyrstu höfðu hver um sig tímabundið
gildi, var festur í sessi einkaréttur þeirra til fiskveiða, sem fyrir tilviljun höfðu
stundað þá atvinnu á hinu gullna augnabliki, og í beinu framhaldi af því var
þeim veittur réttur að selja alþýðunni sposlur af þjóðargjöf sinni, gegn greiðslu
á gífurlegum auðæfum þeim til handa. Þeirri stöðu hafa þeir haldið síðan. Líkt
og safn af fjalli létu alþingismenn reka sig til að skapa umbjóðendum þeirra
hagsmunasamtaka, sem ein höfðu með uppbyggingu kerfisins að gera, þá að-
stöðu sem þeir síðan hafa haft. Hinn almenni borgari stendur eftir með þá hæðni
glymjandi í eyrum, að fiskimiðin við ísland séu „sameign þjóðarinnar“.
Hér kemur upp í hugann önnur skýring, sem Guð gefi að sé firra ein, og
tengist þeirri staðreynd að fjárframlög til stjómmálaflokka, sem komið hafa sér
fyrir á þingi, eru leynileg, ef þau eru þá einhver. En hvað sem því líður má öll-
um vera kunnugt um afleiðingar þess sem gerst hefur. Óbreyttir íslendingar eiga
ekki lengur fyrsta rétt til árangurs af eigin vinnusemi. Liðin er sú tíð, að al-
mennir borgarar geti haslað sér völl í atvinnurekstri á sviði sjávarútvegs með
sömu skilyrðum og um aðra gilda. Samt eru um allt land menn, sem engar gjafir
hafa þegið af stjórnmálamönnum, en eru þó betur hæfir en flestir aðrir jarðar-
búar til að sjá sér og sínum farborða með hinni aldagömlu atvinnu forfeðra
sinna. Þá skortir hvorki til þess getu né þekkingu, né sögulegar og menningar-
legar forsendur, og þar að auki er sú atvinna oft hin eina sem völ er á í heima-
byggðum þeirra. Þeir eru nú skattpíndir langt umfram aðra, og með sérkenni-
legri skattlagningu, því að hún fellur ekki undir það almenna skilgreiningar-
atriði að skattur sé goldinn til samfélagsins. Hann rennur til forréttindahafanna
persónulega. Alþýðumaðurinn, sem stunda vill fiskveiðar sér og sínum til fram-
færis, verður annað hvort að kaupa af þeim, með greiðslu í einkavasa þeirra,
heimild til þess fyrir miklu meira fé en hann hefur almennt yfir að ráða, þótt
hraustur og duglegur sé, eða leigja af þeim veiðirétt með greiðslu til þeirra á
meginhluta þess verðmætis sem hann dregur úr sjó. Ríkisvald þeirra hefur lík-
lega hundruð manna í vinnu til að miðstýra kerfi þeirra, sjá til þess að alþýðu-
maðurinn greiði þeim það sem þeir setja upp ef hann vill sækja sjó, og koma
fram refsingum ef út af bregður. Sú hugmynd, að breyta þurfi stjómarskránni til
samræmis við þessa tilhögun, er eins eðlileg og sjálfsögð og framast getur verið.
Það, að gagnrýna hana út frá þeim forsendum einum, að sumum hafi hlotnast
svo og svo mikið fé, er hins vegar ekki með öllu rökrænt að minni hyggju, nema
þess sé þá gætt um leið, að það sem þeim hlotnast hlýtur óhjákvæmilega að
koma frá öðrum. Það er nefnilega ekkert debet án kredits. Hópi manna var feng-
in forréttindaaðstaða, sem kemur fram í því, að aðrir fá ekki að taka til höndum
við mikilvægasta atvinnuveg Islendinga, nema þeir afhendi meðlimum hans til
einkaeignar verulegan hluta þess arðs sem þeir megna að skapa með vinnu
sinni. Það skyldi engan undra, að slík sérréttindi eru gróðavænlegri en svo að
374