Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 100
Þann 3. desember 1998 var haldin málstofa í Lögbergi. Umræðuefnið var
stjórnarskrá sem grundvöllur stjórnskipunar. Frummælandi var Agúst Þór
Arnason, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Islands.
Þátttakendur voru 12 talsins.
Santeiginlegur jólahádegisverðarfundur lögfræðingafélagsins og lögmanna-
félagsins var haldinn á Hótel Loftleiðum þann 10. desember 1998. Gestur fund-
arins var Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og flutti hann ávaip.
Fundarmenn voru 82 talsins.
Þann 15. desember 1998 var haldin málstofa í Lögbergi. Umræðuefnið var
kenning Ronalds Dworkins um rétta niðurstöðu í erfiðum dómsmálum. Frum-
nrælandi var Skúli Magnússon lögfræðingur.
Þann 12. janúar 1999 kl. 20.30 var á Hótel Sögu haldinn fræðafundur. Fyrir-
lesari á fundinunr var Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og fjallaði hann um hina
einu réttu niðurstöðu í lögfræði.
Fundarmenn voru 59 talsins.
Þann 26. janúar 1999 var haldinn hádegisverðarfundur í Kornhlöðunni. Þor-
geir Örlygsson prófessor fjallaði urn frumvarp til laga um lausafjárkaup.
Fundarmenn voru 62 talsins.
Þann 25. febrúar 1999 var haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hótel
Reykjavík. Þar fjallaði Gunnar Thoroddsen hdl., starfsmaður OZ.COM, um
viðskipti á internetinu.
Fundarmenn voru 34 talsins.
Þann 13. apríl 1999 kl. 20.00 var haldinn fundur á Hótel Sögu. Eirrkur Tómas-
son prófessor fjallaði um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála.
Fundarmenn voru 60 talsins.
Þann 15. apríl 1999 var haldin málstofa í Lögbergi. Umræðuefnið var bind-
andi álit í skattamálum samkvæmt lögum nr. 91/1998. Frummælendur voru Páll
Hreinsson, dósent við lagadeild HÍ, og Kristján G. Valdimarsson skrifstofu-
stjóri.
Þátttakendur voru 76 talsins.
Þann 21. september 1999 var haldinn morgunverðarfundur á Hótel Sögu. Dr.
jur. Carl Baudenbacher, dómari við EFTA dómstólinn, flutti erindi er hann
nefndi „The EFTA Court and ECJ: The Paralel cases”.
Fundarmenn voru 24 talsins.
380