Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 22
tölfræðilegum tilgangi eða vegna sagnfræðilegra eða vísindalegra rannsókna.'"
Á hinn bóginn virðist þessi grein vera skilin svo að eitthvað minna þurfi til að
koma svo að undanþága verði veitt þegar um slíka vinnslu er að ræða. Á þessu
sjónarmiði örlar í 40. tölul. formálsorða tilskipunar 95/467/EB. Þar segir að
ekki sé þó nauðsynlegt að kveða á um slíka tilkynningarskyldu ef „ómögulegt
er að veita hinum skráða upplýsingar eða að það kostaði óhóflega fyrirhöfn,
sem kann að vera reyndin þegar vinnslan fer fram í sagnfræðilegum, tölfræði-
legum eða vísindalegum tilgangi. I þessu sambandi er rétt að taka tillit til fjölda
skráðra, aldurs upplýsinganna og þeirra uppbótarráðstafana sem unnt sé að
gera“.
I athugasemdum við 3. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 81/2002 og
breytti 21. gr. pul., er áréttað að skýra beri undanþágu 1. tölul. 4. mgr. 21. gr.
pul. til samræmis við 40. tölul. í formálsorðum tilskipunar 95/46/EB og 2. mgr.
11. gr. tilskipunar, sem kveður á um að reglur um undanþágur frá skyldu til að
láta hinn skráða vita um vinnslu persónuupplýsinga, eigi einkum við ef um er
að ræða vinnslu í tölfræðilegum tilgangi eða vegna sagnfræðilegra eða vísinda-
legra rannsókna, svo sem um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem hlotið
hafa samþykki siðanefndar eða vísindasiðanefndar samkvæmt lögum um rétt-
indi sjúklinga.26
5.4.3 Ætla má að hinum skráða sé þegar kunnugt um vinnsluna
Samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 21. gr. gildir upplýsingaskyldan ekki ef ætla má
að hinum skráða sé þegar kunnugt um vinnsluna. í athugasemdum við 21. gr.
frumvarps þess, er varð að lögum nr. 77/2000, er tekið fram að svo undantekn-
ingin eigi við verði hinum skráða að vera kunnugt um þau atriði sem talin eru í
3. mgr. 21. gr. pul."7 Ef hinum skráða er því ekki kunnugt um öll þau atriði, sem
upplýsa skal um skv. 3. mgr. 21. gr. pul., á undantekningin ekki við. Ef
ábyrgðaraðili er í vafa um hvort hinum skráða sé þegar kunnugt um öll atriðin,
sem talin eru í 3. mgr. 21. gr. pul., bæri honum að veita hinum skráða upp-
lýsingar í samræmi við ákvæði 1. og 3. mgr. 21. gr. pul.
5.4.4 Lagaheimild stendur til skráningar eða miðlunar upplýsinganna
Samkvæmt 3. tölul. 4. mgr. 21. gr. gildir upplýsingaskyldan ekki ef laga-
heimild stendur til skráningar eða miðlunar upplýsinganna. í athugasemdum
við 21. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 77/2000, kemur fram að í
slíkum tilvikum verði að telja að boðum um þessa upplýsingamiðlun hafi verið
komið á framfæri við birtingu laganna og því sé sjálfstæð tilkynning óþörfÁ
25 Betænkning nr. 1345, bls. 297.
26 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 4532.
27 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2734.
28 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2734.
16