Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 81

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 81
náttúruréttarins, ef svo má að orði komast, og eldri en franska lögbókin sem einnig var með sínum hætti samin í anda náttúruréttar. Þótt andblær náttúru- réttar léki þannig um sumar þær réttarheimildir, sem Bello notfærði sér við innblástur til löggjafarsmíðar og að einhverju marki til beinnar fyrirmyndar, var hann þó í raun réttri fylgismaður hinnar rómantísku sögustefnu í lögvísindum, þ.e. hinnar rómarréttarlegu greinar hennar sent einna helst var kennd við þýska lögspekinginn von Savigny, og var þaullesinn í ritum hans sem og fleiri þýskra lögvísindamanna. Ur þeirri átt kom honum m.a. sú bjargfasta skoðun að ekki mætti með hinni nýju löggjöf rjúfa með öllu tengslin við hinn eldra rétt í landinu sem byggði m.a. á fomum stofni Rómarréttar. Borgaralögbókin, sem frá upphafi hefur talið 2.525 greinar, byggðist eins og fyrr segir á ýmsum fyrirmyndum frá öðrum löndum auk eldri réttarreglna af spænskum stofni, sem endurspegluðust þar að einhverju marki, en hún er einnig sjálfstætt, framlegt og athyglisvert höfundarverk að mörgu leyti sem ber stjóm- visku, mannviti og mannþekkingu Bellos gott vitni. Margir meta efnisskipan hennar betri og rökvísari en var og er í Code civil og hún er rituð á fögru og skýru máli ekki síður en franska lögbókin. Til frumlegra nýmæla má m.a. telja það að þar var í fyrsta sinn kveðið á um réttarstöðu „júridískra persóna“, svo- kallaðra, og skýr ákvæði voru um þriðjamannslöggeminga, fullkomnari og ferskari en þekktist úr öðrum Iögbókum (en í sumum lögbókum voru þeir reyndar ekki viðurkenndir). Þetta mikla lagaverk hlaut þegar góðar viðtökur innanlands en jafnframt víða í öðrum ríkjum Suður-Ameríku og annars staðar um lönd. Til marks um hið mikla álit sem lögbókin naut frá upphafi og um þau áhrif er hún hafði út í frá, skal þess getið hér að hún var lögtekin, að mestu óbreytt, í ríkinu Ekvador 1860 og í Kólumbíu 1873 og sömuleiðis í nokkrum rfkjum Mið-Ameríku. Þá hafði hún margvísleg áhrif á efni og efnisumgjörð lögbóka Venesúela frá 1862 og Úrúgvæ 1868. Enn í dag era Chilebúar stoltir af lögbók sinni. Þeir hafa að vísu breytt henni nokkuð í einstökum atriðum með breyttum tíðaranda og aðstæðum (þó í rauninni mun minna en ætla mætti), en engar áætlanir munu vera uppi þar í landi um gagngera endurskoðun hennar í nálægri framtíð. 5.2.3 Lögbók Argentínu Eigi allmörgum árum eftir að hin fyrmefnda lögbók Chilebúa gekk í gildi lögtóku Argentínumenn nýja borgaralögbók í sínu landi. Var það árið 1869. Lögbók þessi er um margt talin vera meistaraverk á lagasviði - með nokkuð svipuðum hætti og lögbók Chilebúa þótt ekki sé hún eins kunn út um heim. Frumvarp að henni var einnig samið af einum manni, lagaprófessomum Dalmacio Vélez Sarsfield, sem sinnti rannsóknum og kennslu við góðan orðstír við háskólann í borginni Córdoba í Argentínu. Sá háskóli hefur löngum notið sérstakrar virðingar og viðurkenningar þar í landi og ekki mun leika á tveim tungum að Sarsfield muni vera sá lagakennarinn þar sem kunnastur er af 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.