Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 36
Konungalögin skiptast í alls fjöritíu greinar auk formála og eftirmála. Fyrsti hlutinn og sá mikilvægasti, sjö greinar, lýsa innihaldi og framkvæmd konungs- valds. 119. gr. er konungsvaldinu lýst sem ódeilanlegri heild en þetta ákvæði er mikilvægt og var helsta lagastoð stefnu dönsku stjómarinnar gagnvart Islandi á 19. öld (sjá síðar). Sjö greinum er varið til ákvörðunar þess hvenær konungur verði myndugur, fjórum til að lýsa krýningu og smumingu konungs. I 20. til 25. gr. er fjallað um konungsfjölskylduna, í 26. gr. er mælt fyrir um skyldu konungs til að halda uppi einveldi en að lokum kveða fimmtán síðustu greinamar ná- kvæmlega á um arfgengi krúnunnar. 3.2 Mannréttindi, þrískipting ríkisvalds og fullveldi lýðsins Það varð engin bylting í Danaveldi á 18. öld en stjómkerfið færðist samt í átt að hugmyndum frönsku byltingarinnar á síðasta áratug 18. aldar. Embættis- menn kansellísins fundu leiðir til að túlka Konungalögin nokkuð til samræmis við hugtök sem þá mátti heita að væru í tísku, s.s. frelsi, mannréttindi, almanna- vilja og fullveldi. Þeir litu svo á að þeir væm að fylla upp í túlkunina á Hobbes með því að bæta Rousseau við. Arið 1792 varð Danmörk fyrst ríkja í Evrópu til að afnema þrælasölu, en bann við þrælahaldi er nú talið fyrsta skref mannrétt- indaþróunar, og prentfrelsi komst á í Danmörku 27. september 1799.21' Konungalögin voru hin gildandi grundvallarlög í Danmörku allt frá gildis- töku þeirra árið 1665 uns einveldi var afnumið og gildi tók sérstök stjómarskrá 5. júní 1849. Áður er lýst hversu langur tími leið án þess að þau væru prentuð eða gerð opinber, en helsta löggjafar- og lögbirtingarstarf einveldistímans var útgáfa tveggja lagabálka, Dönsku laga 1683 og Norsku laga 1687, sem voru að mestu samhljóða utan að nokkur sérákvæði voru um Noreg. Konungalögin voru aldrei birt eða þinglesin á Islandi og lagaverkið svo- nefnda, íslensk útgáfa dönsku/norsku laga og þar með stjómskipunarákvæða þeirra, var aldrei samin eða útgefin. Á 19. öld héldu forystumenn Islendinga því fram að lögin hefðu því ekki verið í gildi á Islandi. Þeir efuðust hins vegar ekki um gildi þeirra í Danmörku. Hér verður því slegið föstu að með tilkomu ein- veldis í Danmörku og lagabókstafsins sem því fylgdi, þ.á m. Konungalögunum, hafi fullveldishugtakið komið inn í réttarkerfi íslands. Enda þótt stjómkerfi einveldisins og lögskipan hafi ekki komist á á Islandi með sama hraða og jafn eindregnum hætti og í Danmörku sjálfri, er ljóst að Islendingar litu á þeim tíma svo á að stjórnarlögin giltu og höfðu ekki uppi mótmæli gegn þeim í tæp tvö hundruð ár svo vitað sé. í hinum þremur fyrstu ritgerðum sjálfstæðisforingja íslendinga, Baldvins Einarssonar, Tómasar Sæmundssonar og Jóns Sigurðs- sonar, sem frægar hafa orðið, er gerð krafa um að Islendingar fái eigið þing enda sé það líklegast til að efla framfarir í landinu. í engri þessara ritgerða er krafist afnáms einveldis eða raktar kröfur um takmarkanir þess. 28 Ditlev Tamm: „Den danske „Constitution“ og den franske revolution". TfR 1989, bls. 449-460. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.