Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 34
þýddi að fullveldið þekkti engin takmörk í tíma, í valdi eða á valdsviði21 og það þýddi líka að gagnvart fullvaldinum var engin áfrýjun eða dómur mögulegur. Fullvaldurinn hafði einnig það sem á þýsku er nefnt Kompetenz-Kompetenz, þ.e. hann réð í senn lögum og dómum, hafði sjálfdæmi: Persóna fullvaldsins er að lögum ávallt undanþegin því hversu mikinn styrk eða vald hann kann að veita einhverjum öðrum; og hann veitir aldrei svo mikið að hann ekki haldi eftir meira enn.24 Að vera óskiptanlegt felur í sér að fullveldið er aðeins eitt, ríkisvaldið er óskiptanlegt hvort sem er milli margra jafnrétthárra, sbr. nútíma sambandsríki, eða eftir verksviðum, sbr. þrískiptingu ríkisvalds í nútímaríkjum. Bodin gerir ráð fyrir valdapýramída, að fullvaldurinn framselji öðrum vald, en geti tekið fram fyrir hendur þeirra eða afturkallað vald þeirra hvenær sem er. Vald- heimildir fullveldis verða að vera þannig að þær heyri fullvaldinum til einum, séu sérréttur hans. Fyrst er löggjafarvald, vald til að setja öllum í heild og hverjum og einum lög.' Þá kemur vald til að lýsa yfir stríði og friði, hervald, sem Bodin telur einn mikilvægasta þátt fullveldisins, viðurkenndan í öllum samfélögum. í þriðja lagi er það fullvaldsins að skipa æðstu embættismenn, skipunarvald, en þeir skipa síðan aðra sér lægra setta. Fullvaldurinn hefur æðsta dómsvald, hann náðar og veitir sakaruppgjöf. Fullvaldurinn einn hefur rétt til að slá mynt því gjaldmiðill er sama eðlis og lög og gildi hans byggist ávallt á fullvaldinum sem iðulega lætur slá mynd sína á myntina. Skattlagningarvald, undanþágur frá skatti og óbeinir skattar - allt þetta veltur á lagasetningarvaldi og tilheyrir þannig vald- heimildum fullvaldsins. Aðrir kunna að hafa rétt til gjaldtöku innan ákveðinna marka, t.d. á landi, en fullvaldurinn einn hefur rétt til sjávarins. Þá segir Bodin að betra sé að nefna að réttur til að þröngva þegnum til að skipta um tungumál sé sérréttur fullvaldsins. Kenning Bodins samanstóð af þessum ofangreindu meginatriðum og margir urðu til þess að endurskrifa, breyta og bæta við kenninguna um fullveldi, t.d. Hugo Grotius sem útfærði fullveldi í þjóðarétti og Thomas Hobbes sem lagði fyrstu drög að hugtakinu persóna að lögum og notaði það um ríkið. En kenningar eru eitt og lögfest framkvæmd annað. A okkar dögum er oft kallað eftir skilgreiningu á fullveldi og spurt hvað það yfirleitt sé. Fullveldi er framar öðru lögfræðilegt hugtak og greining á lögfestri framkvæmd fullveldis er, að mínu mati, forsenda annarrar fræðilegrar umræðu og þar með kenningar 23 Jean Bodin: On Sovereignty, bls. 3. 24 On Sovereignty, bls. 2. 25 On Sovereignty, bls. 56-79. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.