Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 42
Evrópuréttar gagnvart ríkinu og öðrum einstaklingum sé hún skýr, óskilyrt og
veiti ríki eða stofnunum ESB ekki verulegt rými til frjáls mats.
Forgangur,46 sá mikilvægi eðlisþáttur réttarkerfis Evrópusambandsins, réðst
árið 1964 þegar Evrópudómstóllinn í raun ákvað stöðu Evrópuréttarins í réttar-
kerfi aðildarríkjanna í málinu Costa gegn Enel:
Með því að koma á fót Bandalagi sem skal vara í ótakmarkaðan tíma, sem er lög-
persóna, með eigin stofnunum, með lögbæmi og sem hefur raunveruleg völd vegna
takmörkunar á fullveldi eða framsals valds frá ríkjunum til Bandalagsins, hafa
aðildarríkin takmarkað fullveldisrétt sinn, enda þótt á afmörkuðu sviði sé og hafa
þannig myndað lög sem binda bæði borgara þeirra og þau sjálf.
Samþætting landsréttar hvers ríkis við ákvæði útgefin af Bandalaginu og yfirleitt
forsendur og andi Rómarsáttmálans, gera það ómögulegt fyrir ríkin, senr samstarfs-
aðila, að veita einhliða [í raun eigin] og síðar til kominni lagasetningu forgang yfir
réttarkerfi sem þau samþykktu á grundvelli gagnkvæmni. Slík lagasetning má heldur
ekki vera í ósamræmi við það sama réttarkerfi. Bandalagsrétti verður ekki framfylgt
á misjafna vegu frá einu ríki til annars samkvæmt Iandsrétti, án þess að stofna í hættu
þeim markmiðum Rómarsáttmálans sem sett eru fram í 2. mgr. 5. gr. [ríki skulu ekki
stefna markmiðum sáttmálans í hættu] og 7. gr. [jafnræðisregla].47
Forgangsáhrif Evrópuréttar voru útfærð nánar í síðari dómum. Evrópuréttur
var t.d. talinn hafa forgang yfir stjórnarskrá Vestur-Þýskalands,48 gilda án tafar49
og ef ríki draga gildistöku Evrópuréttar eiga einstaklingar sem verða fyrir tjóni
af völdum þess rétt á skaðabótum."
Með dómnum í máli Costa gegn Enel var dómstóllinn ekki að beita for-
gangsáhrifunr til úrlausnar á einstöku ágreiningsefni heldur að skapa grund-
vallarreglu um að landsrétti skyldi skipt út fyrir Evrópurétt. Sumir leggja megin-
áherslu á þennan eðlisþátt Evrópuréttar í þröngum skilningi, þeim að þetta
gangi gegn tvíeðliskenningu og einkarétti fullvalda ríkis til lagasetningar í
lögsögu sinni."' Það er í sjálfu sér hvorttveggja rétt. Áhrif þessa eru einungis
djúptækari en það eitt getur gefið til kynna því að forgangurinn ryður nýju
rétthærra réttarkerfi brautÁ Þessi þráður verður tekinn upp í 5. kafla.
46 Á ensku primacy eða supremacy. Á íslensku hefur verið vísað til þessa sem forgangsáhrifa, en
forgangur þykir mér skýrara. Tekið skal fram að þýðing þessi er höfundar.
47 Mál 6/64 Costa gegn Enel [1964] ECR 585.
48 Mál 11/70 Internationale Handelsgesellschaft [1970] ECR 1125. Evrópudómstóllinn kvað upp
úr um að bandalagsréttur væri sjálfstæð réttarheimild sem gengi framar rétti aðildarríkis, hvort sem
væri settum almennum lögum eða ákvæðum stjómarskrár. Að öðrum kosti væri bandalagsréttinum
stefnt í hættu. Gegn þessu reis þýski Stjómlagadómstóllinn síðar en um það verður ekki fjallað hér.
49 Mál 106/77 Amministrazione delle Finanze dello Stato gegn Simmenthal [1978] ECR 629.
50 Sameinuð mál C-6/90 og C-9/90 Francovich [1991] ECR 1-5357, sbr. Sameinuð mál C-178/94
o.fl. Erich Dillenkofer o.fl. gegn Þýskalandi.
51 Sjá t.d. Stefán Már Stefánsson: Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Rvík. 2000,
bls. 160-161 o.áfr.
52 Sjá t.d. T.C. Hartley: The Foundations of European Law. Oxford 1998. 4th. Edition Oxford 1998.
36