Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 98
lögfræðinga. Á starfssviði framkvæmdastjóra félagsins er m.a. umsjón með
útgáfu fréttabréfs félagsins, undirbúningur fræðafunda, málþinga og fræða-
ferða, umsjón með innheimtu félagsgjalda og áskriftargjalda Tímarits lögfræð-
inga, auglýsingasöfnun, almenn þjónusta við félaga o.m.fl.
Á starfsárinu hefur verið reynt að nýta tölvutækni í auknum mæli í þágu
félagsmanna. Byggður hefur verið upp tölvutækur útsendingalisti með tölvu-
póstföngum félagsmanna þannig að unnt er að veita félagsmönnum hvers kyns
upplýsingar og þjónustu og minna á fræðafundi og annað sem á döfinni er
hverju sinni eftir þeirri hentugu samskiptaleið. Tölvukostur félagsins er orðinn
frekar lélegur og þarfnast endumýjunar.
Áfram var unnið að uppbyggingu heimasíðu lögfræðingafélagsins: logfr.is.
Þar má m.a. finna greinar sem birst hafa í Tímariti lögfræðinga flokkaðar þannig
að unnt er að leita eftir efnisflokkum.
Stjórn félagsins hefur stefnt að útgáfu rafræns fréttabréfs og er vonast til að
unnt verði að hrinda því í framkvæmd á næstu misserum.
3. Fræðafundir og málþing
Starfsemi lögfræðingafélagsins hefur á árinu verið með hefðbundnu sniði.
Félagið hefur haldið fræðafundi að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann
auk þess sem árlegt málþing félagsins var haldið þann 18. október sl. Fræðafundir
hafa ýmist verið haldnir sem morgunverðarfundir, hádegisfundir eða kvöldfundir
og málþing félagsins hafa nú undanfarin fjögur ár verið haldin frá hádegi á
föstudögum en ekki heilan laugardag eins og tíðkaðist áður. Málþingin hafa verið
afar vel sótt undanfarin ár sem bendir til þess að félagsmönnum lrki breytingin vel.
Að loknum aðalfundi félagsins þann 30. október 2001 var haldinn fræða-
fundur sem bar yfirskriftina Áhrif umhverfismats - málsmeðferð samkvæmt
lögum um mat á umhverfisáhrifum og áhrif úrskurða. Frummælandi á þeim
fundi var Katrín Theodórsdóttir hdl., L.L.M. og sérfræðingur í umhverfisrétti.
Á fundinn mættu 35 manns.
Fyrsti morgunverðarfundur liðins árs var haldinn í Sunnusal Hótel Sögu 20.
nóvember 2001. Yfirskrift fundarins var Réttaráhrif EES- reglna að landsrétti.
Umfjöllun í ljósi hæstaréttardóma í Noregi og á Islandi um áhættutöku farþega
í bifreið. Framsögumenn á fundinum voru Skúli Magnússon, lektor við
lagadeild HI, og Arnljótur Bjömsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Fundinn
sóttu 39 manns.
I desember var síðan haldinn morgunverðarfundur í samstarfi við Lög-
mannafélag Islands til að kynna á rekstrarfræðinám og námskeið fyrir lögmenn
sem halda átti á vorönn 2002. Hann var haldinn í Háskólanum í Reykjavík og
sóttu hann 25 manns.
Jólahádegisverðarfundur, sem haldinn er árlega með Lögmannafélagi Islands
og Dómararfélagi Islands, var haldinn 6. desember kl. 12 í Víkingasal Hótels
Loftleiða. Heiðursgestur fundarins var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.
Fjöldi gesta var 116.
92