Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 18
í athugasemdum við 20. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 77/2000,
er tekið fram að það sé ábyrgðaraðilinn sent í fyrstu meti livort þörf sé á nánari
fræðslu skv. 2. mgr. 20. gr. Bera megi niðurstöðu hans undir Persónuvernd sem
skv. 40. gr. laganna geti, telji hún þess þörf, lagt fyrir ábyrgðaraðila að veita
nánari fræðslu.'"
I athugasemdum við 16. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 77/2000,
er tekið fram að miðað sé við að þær upplýsingar sem veita ber skuli vera al-
mennar, staðlaðar og stuttorðar.16 Ætla verður að sömu sjónarmið eigi við um
ákvæði 20. gr. pul.
Sérstakar reglur gilda um fræðsluskyldu ábyrgðai'aðila áður en upplýsts
samþykkis er aflað fyrir vinnslu persónuupplýsinga í vísindarannsókn á heil-
brigðissviði. I 9. gr. reglna nr. 170/2001 koma fram þau atriði sem upplýsa skal
um. Samkvæmt ákvæðinu þarf ábyrgðaraðili að gera grein fyrir mun fleiri
atriðum en skv. ákvæðum 20. gr. pul. Markmið 9. gr. reglna nr. 170/2001 er að
leggja grundvöll að því að maður hafi fengið nægar og áreiðanlegar upplýsingar
áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann vill veita ábyrgðaraðila heimild,
með upplýstu samþykki sínu, til að vinna með persónuupplýsingar um hann í
hlutaðeigandi vísindarannsókn.
4.4 Undantekning á upplýsingaskyldunni
Samkvæmt 2. mgr. 20. gr. pul. þarf ekki að veita hinum skráða upplýsingar
samkvæmt greininni hafi hinn skráði þegar fengið vitneskju um þau atriði sem
nefnd eru í 1. mgr. 20. gr. pul. Það verður að meta hvert tilvik sjálfstætt þegar
tekin er afstaða til þess hvaða vitneskju ætla megi að hinn skráði hafi fengið.
Hið sama gildir um þær upplýsingar sem ábyrgðaraðila getur verið skylt að
veita til viðbótar skv. 3. tölul. 1. mgr. 20. gr. pul. Ef hinum skráða er ekki
kunnugt um eitt af þeim atriðum, sem upplýsa skal um, á undantekningin ekki
við. Ef ábyrgðaraðili er í vafa um hvort hinum skráða sé þegar kunnugt um þau
atriði, sem honum er skylt að upplýsa hinn skráða um, verður hann að hafa
frumkvæði að því að sinna upplýsingaskyldu sinni. Oft eru þó taldar vera meiri
líkur fyrir því að hinn skráði hafi fengið vitneskju um þessi atriði þegar liann
hefur sjálfur haft frumkvæði að því að hafa samband við ábyrgðaraðila og veitt
honum persónuupplýsingar.17
15 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2733. Sjá einnig Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 4529.
16 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2730.
17 Peter Itlume: Personoplysningsloven, bls. 120 og Kristian Korfits Nielsen og Henrik
Waaben: Lov om behandling af personoplysninger, bls. 304.
12