Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 12
5.4.4 Lagaheimild stendur til skráningar eða miðlunar upplýsinganna
5.4.5 Veigamiklir almannahagsmunir eða einkahagsmunir standa í
vegi fyrir upplýsingagjöfinni.
5.4.6 Lögmæltar þagnarskyldureglur standa því í vegi að gera ntegi
hinum skráða viðvart
1. INNGANGUR
Lög nr. 77/2000 um persónuvemd og meðferð persónuupplýsinga (pul.) tóku
gildi hinn 1. janúar 2001. Markmiðið með setningu persónuupplýsingalaganna,
eins og þau eru í daglegu tali nefnd, var að laga íslenskan rétt að þjóðréttarlegum
skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum, sbr. tilskipun
ráðsins nr. 95/46/EB frá 24. október 1995 um vemd einstaklinga í tengslum við
vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa nriðlun slíkra upplýsinga.
Persónuupplýsingalögin hafa að geyma margar nýjar reglur um skyldur
ábyrgðaraðila og réttindi hinna skráðu, en ábyrgðaraðili er sá sem ákveður til-
gang vinnslu persónuupplýsinga, þann búnað sem notaður er, aðferð við vinnsl-
una og aðra ráðstöfun upplýsinganna. Þannig hafa lögin t.d. að geyma bæði
almennar og sérstakar reglur um upplýsingaskyldu ábyrgðaraðila sem felur í sér
að hann skal að eigin frumkvæði tilkynna hinum skráða urn að unnið verði með
ákveðnar persónuupplýsingar um hann. Akvæði 20. og 21. gr. laga nr. 77/2000
hafa að geyma hinar almennu reglur laganna um slíka skyldu. Lögin hafa einnig
að geyma sérstakar reglur um upplýsingaskyldu. Þar má t.d. nefna upplýsinga-
skyldu ábyrgðaraðila sem annast miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og
lánstraust, sbr. 2. mgr. 21. gr. laganna. Þá hvílir einnig sérstök upplýsingaskylda
á ábyrgðaraðila áður en hann afhendir félaga-, starfsmanna- eða viðskipta-
mannaskrár til nota í tengslum við markaðssetningarstarfsemi, sbr. 2. tölul. 5.
mgr. 28. gr. laganna. Hið sama gildir um afhendingu slíkra upplýsinga til nota
við markaðs-, neyslu- og skoðanakannanir, sbr. 7. mgr. 28. gr.
Markmið ákvæða laganna um upplýsingaskyldu er ekki ávallt hið sama.
Þannig er það m.a. markmið 20. gr. laganna að tryggja að hinn skráði geti á
upplýstan hátt tekið ákvörðun um hvort hann vilji láta af hendi persónuupplýs-
ingar um sig sem notaðar verða við ákveðna vinnslu. Markmið 21. gr. laganna
er hins vegar að auka gegnsæi og veita hinum skráða betri yfirsýn um vinnslu
persónuupplýsinga um hann, auk þess sem hann fær þá upplýsingar um ábyrgð-
araðila vinnslu og veit því hvert hann á að snúa sér vilji hann nýta sér þann rétt
er lögin veita honum. Upplýsingaskylda ábyrgðaraðila sem annast miðlun upp-
lýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, sbr. 2. mgr. 21. gr. laganna, er á hinn
bóginn aðallega byggð á því sjónarmiði að veita skuli hinum skráða færi á að
bregðast við rangri skráningu fjárhagsupplýsinga um hann með því að krefjast
leiðréttingar áður en upplýsingunum er miðlað.' Ákvæðið veitir hinum skráða
1 Sjá hér nánar 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 246/2001 um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhags-
málefni og lánstraust.
6