Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 95
m.a. að þeim mikla fjölda sem safnast saman á næturnar um helgar, opnunar-
tíma veitingastaða, tilkomu erótískra skemmtistaða og síðan einstökum of-
beldisverkum sem ætíð virðast koma upp við aðstæður af þessu tagi. Sem dæmi
má nefna að eitt dagblað bað annan höfund þessarar greinar sem afbrotafræðing
um að skrifa grein í blaðið og fjalla um þennan vanda sem var gert (Helgi
Gunnlaugsson, 2001).
Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að mat borgaranna á líkunum á því að verða
fyrir afbroti sé yfirleitt raunsætt (Stafford og Galle, 1984) virðist þessi rannsókn
styðja þá ályktun að umfjöllun fjölmiðla geti haft áhrif á mat á öryggiskennd, á
ferðir fólks og á ótta við afbrot. Ahrifin eru þó líkast til ekki langvinn og hafa
ekki jafnmikil áhrif á alla en eru efalaust að einhverju leyti fyrir hendi. Samt er
ekki hægt að útiloka aðra áhrifaþætti en fjölmiðla. í nýlegri grein í Nordisk
Tidsskrift for Kriminalvidenskap var bent á að hryðjuverkin í Bandaríkjunum
11. september hefðu hugsanlega haft einhver áhrif á staðbundnar hversdags-
áhyggjur sem falli að einhverju leyti í skuggann þegar atburðir af þessari
stærðargráðu eigi sér stað (Clausen, 2002). Hryðjuverkin í Bandaríkjunum urðu
einmitt á milli þessara tveggja mælinga og rétt eins og í Reykjavík dró úr
áhyggjum fólks í Danmörku af afbrotum í kjölfar atburðarins í Bandaríkjunum.
Þessar niðurstöður hljóta því ásamt öðru að kalla á fleiri mælingar til að geta
metið betur þessi áhrif og almennt tengsl afbrota, umfjöllunar fjölmiðla og
afstöðu borgaranna og mat þeirra á öryggiskennd og ótta við afbrot.
Heimildaskrá:
Balvig, Flemming: „Fear of Crime in Scandinavia - New Reality, New Theory?“ I
Annika Snare (ed.) Criminal Violence in Scandinavia. Scandinavian Studies in
Criminology. Vol. 11. Norwegian University Press. Oslo 1990.
Clausen, Susanne: „Terrorangrebet pá USA og bekymring for kriminalitet“. Nordisk
Tidsskrift for Kriminalvidenskab. 89, nr. 1: 16-26, 2002.
Clemente, Frank og Michael Kleiman: „Fear of Crime Among the Aged“.
Gerontologist 16: 207-210, 1976.
Ferraro, Kenneth F.: Fear of Crinre: Interpreting Victimization Risk. State Univer-
sity of New York Press. Albany 1995.
Helgi Gunnlaugsson: „Empiri og ideologi: Den objektive og subjektive siden av
kriminaliteten i Island“. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab. 83, nr. 1: 14-
26, 1996.
„Ólæti í miðborginni“. DV, 25. júní 2001: 14.
Lewis, Dana A. og Greta Salem: Fear of Crime: Incivility and the Production of a
Social Problem. Transaction Books. New Brunswick, N.J. 1986.
Ollenberger, Jane C.: „Criminal Victimization and Fear of Crime". Research on Aging.
3: 101-118, 1981.
89