Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 54
• í samræmi við tvíeðliskenninguna var EES-samningurinn lögfestur sér-
staklega á Islandi, sbr. 2. gr. laga nr. 2/1993.
• I sjöundu grein EES-samningsins er mælt fyrir um lögfestingu EES-gerða
sem samsvara reglugerðum og tilskipunum frá Evrópusambandinu.
• EES-reglur hafa ekki forgang í réttarkerfi aðildarríkja EES samkvæmt
bókun 35 við EES-samninginn, en sameiginleg sérstök yfirlýsing vegur á
móti bókuninni.
• I 6. gr. EES-samningsins er kveðið á um að dómar Evrópudómstólsins séu
ekki bindandi fordæmi á Evrópska efnahagssvæðinu heldur beri aðeins að
líta til þeirra við lögskýringar og það með fyrirvara um hverjar niðurstöður
dómstólsins kunna að verða.
Tvíeðliskenningin mælir fyrir um aðferð við að uppfylla alþjóðlega samn-
inga, aðferð við að taka efni alþjóðlegrar réttarreglu upp í innlendan rétt svo að
einstaklingar og lögaðilar njóti tiltekinnar réttarstöðu fyrir innlendum dómstól-
um, sbr. kafla 4.5 hér að framan.
Tvíeðliskenningin er efniviður bókunar 35, 6. gr. EES-samningsins og
reglnanna um lögfestingu réttargerða. Henni er þar beitt eins og hún ráði gildi
réttarreglna. Gengið er út frá því, að skilyrði tvíeðliskenningarinnar um aðferð
við að taka upp réttarreglur alþjóðasamninga, sé undantekningalaust nauðsyn-
legt skilyrði fyrir því að þær gildi hér á landi. Um leið eru viðurkenndar aðrar
aðferðir, þ.e. (1) bein réttaráhrif, sé efni reglu nægilega skýrt og óskilyrt, og (2)
forgangur/7 Þegar aðferðunum lýstur saman eru forgangur og bein réttaráhrif
einfaldlega sterkari þegar um er að ræða EES-reglur, sjá nánar í kafla 5.4.
Örstutt samantekt á umræðu lögfræðinga sem reis í tilefni af dómi Hæsta-
réttar, H 1990 2, segir meira en mörg orð um tilvistarkreppu tvíeðliskenningar-
innar. í tilefni dómsins lýsti Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður yfir
andláti tvíeðliskenningarinnar, a.m.k. á sviði mannréttinda, en fleiri skýrðu
dómsniðurstöðuna á annan hátt. Einn taldi alvanalegt að Hæstiréttur tæki krappar
beygjur og að dómurinn væri dæmi um það,”' annar að Hæstiréttur hefði sett
nýja reglu (fordæmi) í anda þróunar í þjóðarétti, ' þriðji að dómsniðurstaðan
87 Hin sameiginlega yfirlýsing vegna bókunar 35 er svona: „Samningsaðilar líta svo á að bókun 35
dragi ekki úr áhrifum þeirra núgildandi innri reglna er gera ráð fyrir beinum réttaráhrifum og
forgangi alþjóðasamninga“.
88 í dómsniðurstöðu var fulltrúi sýslumanns í Arnessýslu talinn vanhæfur til dómstarfa. Rök
Hæstaréttar voru margþætt og verða ekki tilgreind hér en þegar dómurinn var upp kveðinn var mál
Jóns Kristinssonar gegn íslandi til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu eftir að
Mannréttindanefndin hafði talið ísland brotlegt. Sátt var gerð í málinu og það tekið af dagskrá, m.a.
með vísan til H 1990 2.
89 Ragnar Aðalstcinsson: „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og íslenskur landsréttur". Tímarit
lögfræðinga. 1. hefti 1990, bls. 22.
90 bór Vilhjálmsson: „Staða Hæstaréttar í stjórnskipuninni". Tfmarit lögfræðinga. 1. hefti 1995,
bls. 51-52.
91 Sigurður Líndal: „Þáttur Hæstaréttar í réttarþróun á íslandi". Tímarit lögfræðinga. 1. hefti
1995, bls. 86.
48