Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 43
4. STJÓRNARSKRÁRBUNDIÐ FULLVELDI ÍSLANDS
4.1 Sjálfdæmi og fullveldismál
ísland varð fullvalda ríki 1. desember 1918. Um leið og sambandslaga-
sáttmálinn fól í sér þjóðréttarlega viðurkenningu Danmerkur á fullveldi íslands
fól hann og í sér að íslenskt ríkisvald varð fullburða, fékk einkenni fullveldis.51
I nefndaráliti sameinaðra fullveldisnefnda Alþingis eru þetta nefnd „ytri merki
fullveldis“ og talað um að „ekkert yfirríki“, hvað þá annað ríki, geti farið með
íslensk fullveldismál sem svo eru nefnd.54 Nefndarálitið er meginlögskýringar-
gagn Sambandslaganna og því ástæða til að staldra við og meta hvað við er átt,
annars vegar með orðinu yfirríki og hins vegar með orðinu fullveldismál.
Það sem nefnt var yfirríki voru ríkjasambönd af ýmsu tagi sem algeng voru
fyrir 1918, með sambandsþing eða stjóm. Sambandslögin leystu Island frá því
ríki sem það hafði tilheyrt, ekkert yfirríki var yfir Islandi. Einkenni hins ný-
stofnaða ríkis var því eining ríkisvaldsins og sjálfdœmi (kompetenz-kompetenz)
í eigin lögsögu.55
Það sem nefnt var fullveldismál 1918 er núna rétt að nefna efnisþætti ríkis-
valds, það sem valdheimildir stjómarskrár mæla fyrir um. Fullveldismálin voru
vald friðar og styrjalda, þegnréttur, að ráðstafa utanríkismálum sínum, mynt-
skipun og myntslátta og óskorað dómsvald.56 Með öðrum orðum: ísland fékk í
hendur þær valdheimildir sem stjómskipunarrétturinn hafði um aldir talið inn-
tak fullveldisins, sbr. það sem segir í 3. kafla frá kenningu Bodins og í kafla 3.1
um Konungalögin frá 1665. Nú lá á að koma upp innlendum stofnunum sem
með þetta vald skyldu fara.
Fyrir gildistöku sambandslagasáttmálans réðu og takmörkuðu Stöðulögin
frá 1871 valdheimildir íslenskra yfirvalda. Þau höfðu verið sett einhliða af
danska þinginu. Matzen skýrði réttarstöðuna svo að sem réttir aðilar hins al-
menna fullvalda löggjafarvalds hefðu konungur og ríkisþingið ákvarðað stöðu
íslands gagnvart danska ríkinu og þá stöðu gæti þetta sama fullvalda lög-
gjafarvald afnumið á sama hátt.57
Fyrir gildistöku sambandslagasáttmálans hafði ísland ekki æðsta dómsvald,
ekki æðsta framkvæmdarvald og réð ekki stríði og friði. Það hafði löggjafarvald
í afmörkuðum sérmálum en stjómarskrárgjafinn var danska rikið. Nú færðist þetta
53 Hið nýja samband Danmerkur og íslands var persónusamband konungs og íslendinga en ekki
ríkissamband, en munurinn þar á var reyndar ekki skýr í þjóðarétti. Knud Berlin og Einar Amórs-
son deildu nokkuð um þetta, en fram á persónusambandið er endanlega sýnt, að mínu mati, í Aage
Gregersen: L’Islande, son statut a travers les ages. París 1937, bls. 342. Þannig var fjallað um
ísland í útlendum samtímaritum um þjóðarétt, t.d. hjá Oppenheim.
54 Alþt. 1918, A-deild, bls. 24.
55 Sjálfdæmi er orð til að lýsa því sem í þýskri lögfræði er nefnt kompetenz-kompetenz og merkir
bókstaflega að ríki hafi vald til að ákveða vald sitt.
56 Alþt. 1918, A-deild, bls. 23.
57 Henning Matzen: Den danske Statsforfatningsret, bind I. Kbh. 1881-1888, bls. 247. Sams
konar viðhorf kemur fram í riti Carls Goos og Henriks Hansen: Grundtræk af den danske Statsret,
bls. 308.
37