Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 43
4. STJÓRNARSKRÁRBUNDIÐ FULLVELDI ÍSLANDS 4.1 Sjálfdæmi og fullveldismál ísland varð fullvalda ríki 1. desember 1918. Um leið og sambandslaga- sáttmálinn fól í sér þjóðréttarlega viðurkenningu Danmerkur á fullveldi íslands fól hann og í sér að íslenskt ríkisvald varð fullburða, fékk einkenni fullveldis.51 I nefndaráliti sameinaðra fullveldisnefnda Alþingis eru þetta nefnd „ytri merki fullveldis“ og talað um að „ekkert yfirríki“, hvað þá annað ríki, geti farið með íslensk fullveldismál sem svo eru nefnd.54 Nefndarálitið er meginlögskýringar- gagn Sambandslaganna og því ástæða til að staldra við og meta hvað við er átt, annars vegar með orðinu yfirríki og hins vegar með orðinu fullveldismál. Það sem nefnt var yfirríki voru ríkjasambönd af ýmsu tagi sem algeng voru fyrir 1918, með sambandsþing eða stjóm. Sambandslögin leystu Island frá því ríki sem það hafði tilheyrt, ekkert yfirríki var yfir Islandi. Einkenni hins ný- stofnaða ríkis var því eining ríkisvaldsins og sjálfdœmi (kompetenz-kompetenz) í eigin lögsögu.55 Það sem nefnt var fullveldismál 1918 er núna rétt að nefna efnisþætti ríkis- valds, það sem valdheimildir stjómarskrár mæla fyrir um. Fullveldismálin voru vald friðar og styrjalda, þegnréttur, að ráðstafa utanríkismálum sínum, mynt- skipun og myntslátta og óskorað dómsvald.56 Með öðrum orðum: ísland fékk í hendur þær valdheimildir sem stjómskipunarrétturinn hafði um aldir talið inn- tak fullveldisins, sbr. það sem segir í 3. kafla frá kenningu Bodins og í kafla 3.1 um Konungalögin frá 1665. Nú lá á að koma upp innlendum stofnunum sem með þetta vald skyldu fara. Fyrir gildistöku sambandslagasáttmálans réðu og takmörkuðu Stöðulögin frá 1871 valdheimildir íslenskra yfirvalda. Þau höfðu verið sett einhliða af danska þinginu. Matzen skýrði réttarstöðuna svo að sem réttir aðilar hins al- menna fullvalda löggjafarvalds hefðu konungur og ríkisþingið ákvarðað stöðu íslands gagnvart danska ríkinu og þá stöðu gæti þetta sama fullvalda lög- gjafarvald afnumið á sama hátt.57 Fyrir gildistöku sambandslagasáttmálans hafði ísland ekki æðsta dómsvald, ekki æðsta framkvæmdarvald og réð ekki stríði og friði. Það hafði löggjafarvald í afmörkuðum sérmálum en stjómarskrárgjafinn var danska rikið. Nú færðist þetta 53 Hið nýja samband Danmerkur og íslands var persónusamband konungs og íslendinga en ekki ríkissamband, en munurinn þar á var reyndar ekki skýr í þjóðarétti. Knud Berlin og Einar Amórs- son deildu nokkuð um þetta, en fram á persónusambandið er endanlega sýnt, að mínu mati, í Aage Gregersen: L’Islande, son statut a travers les ages. París 1937, bls. 342. Þannig var fjallað um ísland í útlendum samtímaritum um þjóðarétt, t.d. hjá Oppenheim. 54 Alþt. 1918, A-deild, bls. 24. 55 Sjálfdæmi er orð til að lýsa því sem í þýskri lögfræði er nefnt kompetenz-kompetenz og merkir bókstaflega að ríki hafi vald til að ákveða vald sitt. 56 Alþt. 1918, A-deild, bls. 23. 57 Henning Matzen: Den danske Statsforfatningsret, bind I. Kbh. 1881-1888, bls. 247. Sams konar viðhorf kemur fram í riti Carls Goos og Henriks Hansen: Grundtræk af den danske Statsret, bls. 308. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.