Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 35
sem nokkurt raunverulegt hald er í." Þessvegna verður að leita merkingar í lögfestu ríkisvaldi með hliðsjón af sögulegri þróun stjómskipunar ríkja og samskipta þeirra við önnur ríki. Þegar þetta er gert í íslensku samhengi kemur fram óvenju skýr og glögg mynd ríkis, sem er ein og óskipt heild, falið vald af lýðnum með stjómarskrárbundnum valdheimildum, sem takmarkaðar era af þrískiptingu rrkisvaldsins og mannréttindaákvæðum, og mætir nú, eins og önnur ríki, yfirþjóðlegu valdi í samskiptum sínum við umheiminn. 3.1 Konungalögin 1665. Fullveldiskenningu hrundið í framkvæmd Einveldi komst á í Danmörku árið 1660. í september og október það ár komu saman fulltrúar aðals, presta og borgara til þess að koma reiðu áfjármál ríkisins eftir kostnaðarsamt stríð við Svía. Þar kom fram tillaga um að ganga formlega frá viðurkenningu á rétti konungs til Danmerkur sem erfðaríkis og var það gert með formlegri erfðahyllingu hinn átjánda nóvember þetta ár. í janúar var sent út til undirritunar fulltrúa lögstéttanna skjal, nefnt Suværenitetsakt, en þar lýstu lögstéttirnar yfir því að þær hefðu afhent Friðriki III. konungi ríkið sem erfðaríki ásamt svonefndum konungsréttindum og einveldi. í þessu skjali var konungi einnig fengið vald til að setja nánari reglur um meðferð þessa valds og erfðanna og þessar reglur var fallist á að samþykkja sem grundvallarlög. Grundvallarlögin tóku gildi þann 14. nóvember 1665 þegar Friðrik III. undir- ritaði „den Souveraine Kongelove". Með þeinr fékk konungsríkið Danmörk þá sérstöðu í Evrópu að þar var einveldishugtakið nákvæmlega útfært í settum lagatexta sem á sér ekki hlið- stæðu annars staðar í Evrópu og Danir hreykja sér enn af í bókum.7 Aðalhöfundur Konungalaganna dönsku var Peder Schumacher, síðar Griffenfeld greifi, fjölmenntaður Dani, og hugmyndirnar voru sóttar í þá lög- fræði sem hæst bar í álfunni, Bodin, Hugo Grotius og Thomas Hobbes. Leið fullveldishugtaksins í Konungalögin liggur um rit Hennings Amisæusar, De jure majestatis, sem út kom árið 1610 í Frankfurt. Fullveldishugtakið var í meginatriðum eins hjá Amisæusi og hjá Bodin. Þó var á sá veigamikli munur að Amisæus viðurkenndi skipt fullveldi auk þess sem hann gerði greinarmun á minni og meiri valdheimildum fullvaldsins. Hinar meiri voru löggjafarvald, skipunarvald, æðsta dómsvald, hervald, kirkjuvald og réttur til myntsláttu. Hinar minni valdheimildir vörðuðu allar fjárstjóm ríkisins. 26 Þetta tengist áríðandi spurningum um fræðaiðkun og þverfaglega nálgun. Hér læt ég mér nægja að benda á að þótt fullveldi sé mikilvægt hugtak í t.d. stjómmálafræði, alþjóðasamskiptum og stjórnspeki gefi lögfræðileg greining í senn sögulega samfellu og þau bestu rauntengsl við heiminn sem yfirleitt sé færi á. Þessvegna eigi að byrja á lögfræðinni sem er svo auðvitað nátengd hinum áðumefndu háskólagreinum. 27 Poul Johs. Jörgensen: Dansk Retshistorie. Kbh. 1974, bls. 147. Sjá og Ditlev Tamm: Dansk retshistorie. Kbh. 1996, bls. 129: „at man har beundrende betegnet den danske kongelove - Lex regia - som et af absolutismens pyramide kunstværker". 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.