Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 76
nýrra lögbóka á afmörkuðum réttarsviðum," að endanlega var vikið til hliðar hinum fomfálegu réttarheimildum úr „gamla heiminum“ sem og staðbundnum fyrirmælum stjórnarherra, sem byggðu á sama grunni. Lögbækur þessar byggðust þó að meginstefnu á fyrirmyndum frá samsvarandi lögbókum ýmissa Evrópuþjóða þar sem áhrifa frá Rómarrétti gætti oft mikið eins og verið hafði í hinum eldra rétti Spánverja og Portúgala, þannig að fjarri fór því að nein fullnaðarskil yrðu við marga þá meginþætti réttarreglna og réttarhugmynda sem fyrir voru. Athyglisvert er hins vegar að bein áhrif frá spænskum (eða portú- gölskum) rétti á efni hinna nýju lögbóka voru almennt ekki jafn mikil og e.t.v. hefði mátt vænta. Svo virðist sem það hafi verið sumum þeirra manna, sem höfðu sig hvað mest í frammi um löggjafarmálefni um miðbil 19. aldar, keppi- kefli að slíta þau tengsl í umtalsverðum mæli og leggja þannig áherslu á nýlega fengið sjálfstæði. Þessa gætti þó í mismiklum mæli eftir löndum álfunnar og þessari stefnu var reyndar víðast hvar ekki fylgt til fullnustu þegar til kastanna kom, heldur reyndu hinir kunnustu lagasmiðir þessa tíma yfirleitt að rjúfa ekki með öllu sambandið við hinn eldri rétt. Spænskar og portúgalskar lögbækur urðu þó að jafnaði ekki bein fyrirmynd hinna suður-amerísku lögbóka því að þær komu svo seint til sögunnar, á Spáni 1889 og í Portúgal 1867, þótt drög að þeim lægju að vísu fyrir talsvert áður. Brasilíumenn, sem eignuðust ekki sína fyrstu borgaralögbók fyrr en 1916, völdu sér ekki portúgölsku lögbókina að beinni fyrirmynd við samningu hennar, heldur má þar einvörðungu greina áhrif frá henni en þó í takmörkuðum mæli. 4. TENGSL OPINBERS RÉTTAR VIÐ „COMMON LAW“ - KERFIÐ Athyglisvert er, enda þótt einkamálaréttur Suður-Ameríkuþjóðanna beri meginsvipmót „civil law“-réttarfjölskyldunnar eins og síðar verður nánar vikið að, að benda má á ýmsa þætti hins opinbera réttar sem einkennast af áhrifum frá rétti sumra „common law“-þjóða, einkum þó frá bandarískum rétti. Þetta á alveg sérstaklega við um stjórnskipunarrétt þessara þjóða. Ymis hinna stærri ríkja Suður-Ameríku sækja fyrirmyndir að stjórnarskrám sínum að verulegu marki til bandarísku stjómarskrárinnar - enda ekki leiðum að líkjast, að flestra mati, á þeim tíma er stjómarskrámar voru samdar - og ytri umgjörð stjóm- skipulagsins er þá þangað sótt. Um er að ræða sambandsríki margra fylkja sem lúta sjálfstjóm í innri málum innan ramma miðstýrðs alríkisvalds og alríkis- löggjafar þar sem eðli og umgjörð valdamikils forsetaembættis er einnig með svipuðum hætti og gerist í Bandaríkjunum. Sumar stjómarskrámar voru í upp- hafi nánast þýðing hinnar bandarísku, einungis með þeim frávikum sem nauð- synleg voru vegna aðstæðna. Þannig rötuðu m.a. allfullkomin mannréttinda- ákvæði bandarísku stjómarskrárinnar inn í stjómarskrár suður-amerísku ríkjanna, og hafa átt þar sess til frambúðar, eftir atvikum með einhverjum breytingum, enda þótt hverjum manni megi ljóst vera að í því efni var oft og 11 Sbr. nmgr. nr. 10 hér að framan. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.