Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 8
varðandi dóma þessara dómstóla sem síðar hafa gengið. Hér má minna á grein Skúla Magnússonar lektors í 2. tbl. Úlfljóts 2002 og umfjöllun sem framansagt varðar í leiðara í 1. hefti þessa tímarits 2001. Nú halda því ýmsir fram á hinum pólitíska vettvangi að EES-samningurinn sé að nokkru úr sér genginn þar sem hann svari ekki að fullu þörfum dagsins. I þessu samhengi veldur fyrirhuguð stækkun Evrópusambandsins ýmsum stjóm- málamönnum áhyggjum. Samhliða þessu heyrast þær raddir að rétt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu jafnvel einungis í því skyni að kanna hverjir kostir kynnu að bjóðast íslendingum þegar út í aðildarviðræður væri komið. Að sjálfsögðu verður engin afstaða tekin til þessara álitaefna hér. Hins vegar skal hér nefnt eitt dæmi sem sýnir nokkuð vel þann mun sem er á stöðu löggjafarvaldsins í EB-ríkjunum annars vegar og hins vegar í EFTA- ríkjunum þremur sem aðild eiga að EES-samningnum. Tilefnið er að á fundi Dómarafélags íslands 26. febrúar sl. um áhrif Evrópuréttar á réttarfar vakti frummælandinn, Stefán Már Stefánsson prófessor, athygli á ýmsum dómum EB-dómstólanna, þar á meðal dómi (forúrskurði) í bresku máli, og má segja að sá dómur sýni að nokkuð hafi verið þrengt að löggjafarvaldinu í aðildarríkjum Evrópusambandsins, sem ekki þarf að koma á óvart. (Mál C-213/89, dómur 19. júní 1990, (http://curia.eu.int). Stefán Már fjallar um þennan dóm í bók sinni Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Rvík. 2000). Þegar við gerðumst aðilar að EES-samningnum var mikil áhersla á það lögð að ekki væri verið að afsala valdi löggjafans. Að vísu má deila um það hvort ekki sé það framsal á löggjafarvaldi þegar gengist er undir að lögtaka ákveðnar reglur og fyrirmæli eða láta ógert að setja lög sem þeim eru andstæð. Meira að segja er það svo að samkvæmt bókun 35 við EES-samninginn skuldbundu EFTA-ríkin sig til þess að setja lög um það að stönguðust landslög á við lög- festar EES-reglur skyldu landslög víkja. Lög af þessu tagi hafa raunar ekki verið sett. Við sögðum okkur hins vegar ekki með beinum hætti undir yfirþjóð- legt vald Evrópusambandsins eins og aðildarríkin verða að gera. Bretar komust í kast við þetta yfirþjóðlega vald þegar þeir breyttu skipa- skráningarreglum sínum (The Merchant Shipping Act frá 1894) á árinu 1988 í því skyni að koma í veg fyrir að 95 fiskiskip sem voru í eigu Spánverja eða spænskra fyrirtækja gætu veitt í breskri landhelgi. Þessi skip höfðu Spánverjar ýmist keypt af Bretum eða komið með frá Spáni og öll höfðu þau verið skráð í Bretlandi á meðan gömlu skipaskráningarreglurnar voru í gildi. Hér var um svokallað „kvótahopp“ að ræða sem Bretar vildu stöðva. Samkvæmt nýju skipa- skráningarreglunum bar að skrá öll fiskiskip á nýjan leik en nýju reglurnar leiddu til þess að fiskiskipin 95 urðu ekki skráð samkvæmt þeim og máttu þar af leiðandi ekki veiða í breskri landhelgi. Því vildu eigendumir ekki una og báru fyrir sig ákveðin ákvæði Rómarsáttmálans sem þeir töldu hafa verið brotin með þessu. Kröfðust þeir þess að breskir dómstólar legðu lögbann við gildistöku laganna. Gera má ráð fyrir að eitthvað hafi þessi krafa staðið í Bretum, en þó var það svo að á neðsta dómstigi náði lögbann fram að ganga. Afrýjunar- 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.