Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 20
Þegar um stjórnvöld er að ræða getur þurft að túlka ákvæði 21. gr. pul. til
samræmis við ákvæði stjómsýslulaga nr. 37/1993. Þegar stjómvöld, sem hafa á
hendi opinbert eftirlit, komast á snoðir um brot og afla af því tilefni persónu-
upplýsinga um hinn skráða, getur þeim verið heimilt að draga það að gera
hinum skráða viðvart skv. 21. gr. pul. ef ætla má að það myndi beinlínis spilla
rannsókninni. I slíkum tilvikum bæri að uppfylla upplýsingaskyldu 21. gr. pul.
um leið og hinum skráða væri tilkynnt um meðferð stjórnsýslumálsins skv. 14.
gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993.2'
5.2 Gilda einhver formskilyrði um tilkynninguna?
Engin formskilyrði gilda um þá tilkynningu sem ábyrgðaraðila er skylt að
senda til að uppfylla upplýsingaskylduna. Þar sem sönnunarbyrðin um það,
hvort upplýsingaskyldan var uppfyllt, hvílir á ábyrgðaraðila er hins vegar við
því að búast að slíkar tilkynningar verði oft veittar skriflega.
Þegar stjórnvald fær munnlegar upplýsingar frá málsaðila og skráir þær
niður á grundvelli 23. gr. upplýsingalaga eða í samræmi við vandaða stjóm-
sýsluhætti bæri að færa einnig til bókar hafi upplýsingaskylda 21. gr. pul. verið
uppfyllt með því að gefa aðila munnlegar upplýsingar um að til standi að afla
upplýsinga um hann frá þriðja aðila og í framhaldi af því þær upplýsingar er
fram koma í 3. mgr. 21. gr. pul.~
5.3 Hvaða upplýsingar á að veita hinum skráða?
í 3. mgr. 21. gr. pul. eru taldar upp þær upplýsingar sem ábyrgðarmanni er
skylt að veita hinum skráða þegar persónuupplýsinga er aflað um hann frá
öðrum en honum sjálfum. Hér er um að ræða sömu upplýsingar og mælt er um
að veita skuli hinum skráða þegar upplýsinga er aflað frá honum sjálfum, sbr.
2. mgr. 20. gr. pul. Hér vísast því til kafla 4.3 um skýringu á ákvæði 3. mgr. 21.
gr. pul. Upplýsingaskylda ábyrgðaraðila er aðeins að einu leyti frábrugðin í
ákvæði 21. gr. en mælt er fyrir um í 20. gr. pul. Samkvæmt b-lið 3. tölul. 3. mgr.
21. gr. skal einnig veita hinum skráða upplýsingar um hvaðan persónuupp-
lýsingamar koma sem aflað er um hann frá öðrum en honum sjálfum.
21 Kristian Korfits Nielsen og Henrik Waaben: Lov om behandling af personoplysninger, bls.
315-316.
22 í athugasemdum við 21. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 77/2000, er tekið fram að sé
óhentugt að senda sérstaka viðvörun geti „Persónuvernd heimilað að viðvörun sé veitt með öðrum
hætti, t.d. með birtingu auglýsinga". Sbr. Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2733. Ekki verður séð að
Persónuvemd sé veitt nein heimild í lögunum til þess að víkja frá skýrum fyrirmælum 1. mgr. 21.
gr. laganna að „skýra“ hinum skráða „frá þeim atriðum sem talin eni“ upp í 3. mgr. 21. gr. með
þessum hætti. Verður því að draga í efa að Persónuvernd hafi slíka heimild.
14