Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 38
og gerðardómssamningar við sjö ríki. ' Árið 1926 gerðu Bretar sérstakan samn-
ing við ísland og annan við Danmörku um endumýjun ensk-dansks gerðar-
dómssamnings sem þeir gerðu upphaflega einungis við Danmörku árið 1905.”'
Árið 1936 nýtti ísland sér það að vera utan Þjóðabandalagsins til að gera
verslunarsamning við Ítalíu þegar ríki Þjóðabandalagsins, þ.á m. Danmörk
höfðu skuldbundið sig til að eiga ekki viðskipti við það ríki." Er það enn frekari
staðfesting þess að bæmi íslands til að ráða utanrikismálum sínum var ekki háð
utanríkisstefnu Dana þrátt fyrir ákvæði sambandslaganna.
Fullveldi íslands 1918 var því ekki takmarkað af Dönum heldur frekar af
burðunr íslendinga sjálfra. Viðhorf forystumanna íslendinga í sambandslaga-
nefndinni til eðlis fullveldis íslands komu fram í umræðunum á Alþingi síð-
sumars 1918.
Bjami frá Vogi leit svo á að fullvalda ríki væri eins og lögráða maður:
En það var annað atriði í ræðu háttv. þm. (B. Sv.), sem skiptir meira máli. Hann bar
upp þá spumingu, hvort það væri samrýmanlegt fullveldi eins ríkis, að það veitti
öðru ríki þau réttindi, sem frv. gerir ráð fyrir að Danmörku verði veitt. Fyrst er þar
að gera sér grein fyrir, hvað fullveldi sé. I stystu máli má segja, að ríki það, sem getur
skuldbundið sig með athöfnum sínum eða athafnaleysi, sé fullvalda.”'
Einar Arnórsson taldi hins vegar takmarkað fullveldi óhugsandi, það sem
hann lýsir hefur stundum verið nefnt bundið fullveldi, þ.e. bundið af almennum
skyldum þjóðaréttarins:
í umræðunum í dag hefur komið fram þetta ónákvæma orðalag: „skerðing full-
veldis"; orðalag þetta er sjálfsmótsögn. Annaðhvort er maður lifandi eða dauður;
annaðhvort er urn fullveldi að ræða eða ekki. Hitt er annað mál, og við það hefir
líklega verið átt, að fullvalda ríki getur gengist undir samning sem því er óhag-
felldur.39
Ég hefi nú gert grein fyrir því að fullveldishugtakið kom ekki inn í
kröfugerð sjálfstæðisbaráttunnar fyrr en eftir aldamótin 1900. Forystumenn
íslands á 19. öld unnu að stjórnarbót íslandi til handa. Engar heimildir eru fyrir
því að Jón Sigurðsson hafi haft fullveldi í huga á annan hátt en þá þann sem
fram kemur í áðurnefndri grein fóstursonar hans. Frá hugmyndum um sjálf-
stjórn að hætti nýlendna Breta og til þeirra kröfugerða sem urðu til eftir alda-
35 Ragnar Lundborg tilgreinir Bandaríkin, Danmörku, Finnland, Bretland, Noreg, Svíþjóð og
Spán, sjá Þjóðréttarstaða Islands, bls. 83.
36 Sjá fleiri slíka samninga, Pétur J. Thorsteinsson: Utanríkisþjónusta íslendinga og
utanríkismál. Rvík. 1992, bls. 114, sbr. og almenna umfjöllun um samningsgerð Islands á þessum
tíma, bls. 76-83 og um viðskiptasamninga, bls. 101-114.
37 Sveinn Björnsson: The Kingdom of Iceland: Some remarks on its constitutional and inter-
national status. Kbh. 1939, bls. 9.
38 Ragnar Lundborg: Þjóðréttarstaða Islands, bls. 169.
39 Sama heimild, bls. 60.
32