Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 57
heimildir. í krafti 308. gr. (áður 235. gr.) Rómarsáttmálans, sem er eins konar
almenn heimild til lagasetningar, opnuðu stofnanir Evrópusambandsins einnig
víðtæk svið fyrir Evrópurétti, þ.e. ákvörðunarstofnanir settu reglugerðir eða
tilskipanir með almennri tilvísun í (þá) 235. gr. en ekki með eiginlegri efnislegri
stoð (principle of implied powers).'"'
Þá er spurningin hvort íslenska ríkið hafi sjálfdæmi til sjálfstæðrar stefnu-
mótunar og lagasetningar á þeim tilteknu sviðum sem heyra undir EES-samn-
inginn. Svarið við því er nei. Island hefur ekki sjálfdæmi en það hefur svigrúm
innan þeirra marka sem EES-samningurinn setur. Ekki verður séð að Noregur,
Island og Liechtenstein hafi látið mjög á það reyna. í skýrslu utanríkisráðherra
segir um þetta:
... í þeim tilvikum þegar ríki notfæra sér svigrúm til þess að l'ramfylgja gerð eftir
sínum skilningi, ætti svigrúm aðildarríkja ESB og EES væntanlega að vera nokkuð
svipað. Framkvæmdin er að miklu leyti í höndum aðildarríkjanna og er ljóst t.d.,
þegar um tilskipanir er að ræða að aðildarríki hafa svigrúm til athafna þó að það sé
ekki nákvæmlega skilgreint."u
Eins og Guðmundur Alfreðsson benti á 1992 er sérstaða EES sú að vald er
í raun framselt til yfirþjóðlegrar stofnunar sem ísland hefur ekki aðild að sjálft.
Áhrifaleysi EFTA-ríkjanna innan EES er viðurkennt. Ennfremur er ljóst að
aðildamkin nýta ekki og geta e.t.v. ekki nýtt þá möguleika sem þau þó hafa á
því að hafa áhrif á mótunarstigum löggjafar." ' Af 360 nefndum sem ísland á
aðgang að taka íslenskir fulltrúar þátt í 82 nefndum, einhvern þátt í 105 nefnd-
um en engan þátt í 161 nefnd. Upplýsingar fengust ekki um 12 nefndir."6 Segir
í greinargerð vinnuhóps utanríkisráðuneytisins að „dæmi séu um að takmörkuð
þátttaka íslenskra stjómvalda í undirbúningi löggjafar hafi hugsanlega leitt til
þess að íslendingar sitji uppi með strangari og kostnaðarsamari reglur en
ella“.107
Þar sem EES-samningurinn tekur ekki til samræmdrar viðskiptastefnu eða
tollabandalags er EES-ríkjunum frjálst að gera viðskiptasamninga við önnur
rfki ólíkt aðildarríkjum ESB. í skýrslu utanríkisráðherra segir að reynslan hafi
103 Sjá t.d. T.C. Hartley: The Foundations of European Law. 4th ed. Oxford 1998, bls. 102-108.
104 Skýrsla utanríkisráðherra, bls. 80.
105 f október 2002 var lagt fram í ríkisstjóm íslands minnisblað þar sem vakin var athygli á
ófullnægjandi þátttöku fslands í nefndum á vegum ESB. Til grundvallar minnisblaðinu lá
greinargerð vinnuhóps EES-tengiliða um rétt Islands samkvæmt EES-samningnum til þátttöku í
nefndum ESB. Árið 2001 hafði EFTA-skrifstofan látið gera viðamikla könnun á þátttöku
EES/EFTA-ríkjanna í þessum nefndum og var það hvati að stofnun vinnuhópsins.
106 Sama heimild.
107 Dæmi sem nefnd eru: Urðunartilskipunin 1999/31/EB, Brennslutilskipunin 2000/76/EB,
Neysluvatnstilskipunin 98/83/EB. I öllum þessum tilvikum taldi viðkomandi innlent stjómvald,
Hollustuvemd, að komast hefði mátt hjá kostnaði og miklu óhagræði fyrir atvinnulíf á Islandi ef
sérfræðingar hefðu komið að mótun löggjafarinnar.
51