Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 7
Tímarit
löqfræðinqa
1. hefti • 53. áraanqur
1. hefti • 53. árgangur
apríl 2003
YFIRÞJÓÐLEGT VALD
Síðan samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður í Oporto 2.
maí 1992 og hann fullgiltur fyrir Islands hönd með lögum nr. 2, 13. janúar
1993, hefur töluvert verið um hann ritað og rætt. Er varla annars von því að hér
er tvímælalaust um að ræða víðtækasta þjóðréttarsamning sem Islendingar eiga
aðild að og nær hann til mun áþreifanlegri hagsmuna í heild sinni en velflestir
aðrir þjóðréttarsamningar íslenska ríkisins ef ekki allir. Lögfræðingar íslenskir
hafa tekið þátt í þeirri umfjöllun, ekki síst um það hver sé staða samningsins í
réttarkerfi okkar. A sama tíma hefur tekið að reyna á samninginn og réttaráhrif
hans, bein eða óbein, í einstaka dómsmáli, þótt ekki séu þau mörg enn sem
komið er. Ef til vill má orða það svo að menn hafi verið smátt og smátt að þreifa
sig áfram á þessu réttarsviði og reynt að ná þar viðunandi fótfestu. Tíu ár geta
verið langur tími í efnahagslífi þjóðar en þarf ekki að vera langur tími í lögfræði.
EFTA-dómstóllinn hefur haft 57 mál til meðferðar frá upphafi til síðustu
áramóta, þar af er 41 beiðni um ráðgefandi álit. Af þessum málum hafa 8 komið
frá íslandi. Nauðsynlegar lagabreytingar samfara samningnum eru langt komnar
en líklega þó ekki að fullu í höfn. Innleiddur hefur verið hluti EB-réttarins,
einkum sá er varðar fjórfrelsið svokallaða, þ.e. um vöruviðskipti, launþega,
þjónustu og fjármagnsflutninga. íslenska ríkið tók á sig víðtækar skuldbind-
ingar í því skyni að tryggja að íslensk löggjöf verði í samræmi við ákvæði
samningsins, eða a.m.k að íslensk lög séu ekki andstæð þeim. Það sem sýnist
mestum vafa hafa valdið er það hverja stöðu ýmsar reglur og tilskipanir
Evrópusambandsins, sem ekki hafa verið lögteknar hér á landi, hafa gagnvart
íslenskri löggjöf. Við höfum og gengist undir það að skýra samningsákvæði
EES-samningsins með hliðsjón af þeim dómum EB-dómstólanna sem gengið
höfðu fyrir undirritun samningsins og sjálfsagt verður að gera hið sama í raun
1