Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 61
gagnvart alþjóðlegum stofnunum og aðferðafræði við lögskýringar. Réttarkerfi Evrópusambandsins hefur á tæpum fimmtíu árum leitt aðferðafræðilega bylt- ingu yfir lögfræðiiðkun hvarvetna í álfunni. Það er staðreynd sem einfaldlega er ekki hægt að hundsa. Sú réttarheimildafræði og greining lögskýringaraðferða sem Armann Snævarr lagði grunn að þegar hann kom heim frá námi og hóf áratuga kennsluferil, og íslenskir lögfræðingar hafa lært og lagt til grundvallar fræðaiðkun á öðrum sviðum og dómstörfum yfirleitt, var miðuð við samfélag þar sem Alþingi var sannarlega í raun sterkasta stofnun ríkisvaldsins. Sett lög voru enda í öndvegi réttarheimilda hjá Ármanni og réttarkerfið sem hann lýsti og greindi var réttar- kerfi settra laga. Og þótt Ármann sjálfur væri ekki endilega talsmaður þess, leiddi einnig af þessum veruleika að íslensk lögfræði sór sig helst í ætt við vildarréttarstefnu. Þegar íslendingar fóru fyrst að skrifa um réttarkerfi Evrópubandalaganna var eðlilegt að þeir beittu á það kerfi sinni aðferðafræði. Felldu stofnanir Evrópubandalaganna inn í þau hlutverk sem dómsvald, framkvæmdarvald og löggjafarvald gegndu á íslandi, færðu réttarreglur þær sem runnu frá þessum stofnununr inn í íslenskt hugtakakerfi um réttarheimildir og lögskýringar og drægju ályktanir á þeim grunni. Réttarkerfi Evrópubandalaganna var hins vegar nýtt og annars konar áður óþekkt fyrirbæri í lögfræði. Þessvegna er enn ávallt talað um það sem „sui generis“ því að það skilgreinir sjálft tegund sína. Meðan íslenskt réttarkerfi stóð í raun utan samrunaferlisins í Evrópu gerði þessi ofangreinda notkun hefðbundu íslensku aðferðanna ekkert til. En um leið og íslenskt réttarkerfi mætti acquis communautaire samrunaferlisins í Evrópu þann 1. janúar 1994, og stofnanir EES tóku að móta það með sínum aðferðum, varð nauðsyn á að viðurkenna aðferðafræðilega byltingu í lögfræði á Islandi. Fleiri og fleiri átta sig á þessu, endurskoðunin er án efa hafin, nú í upphafi nýrrar aldar í fleiri lagaskólum en einurn á íslandi, en margt er óunnið. Þór Vilhjálnrsson, sem var dómari við Hæstarétt íslands, tvo alþjóðlega dómstóla og prófessor á löngum ferli, finnur núna til með laganemum á fyrsta ári: Ástandið er ekki gott, eða a.m.k. ekki auðvelt, fyrir laganema á fyrsta námsári, sem eiga að gera grein fyrir réttarheimildum og lögskýringum á prófi."' Ég lýsti því í þessari grein hvemig fullveldishugtakið tengist einingu ríkis- valdsins, almennri lögmætisreglu stjómskipunar og stjórnsýslu og reglunni um rétthæð réttarheimilda. Framsal fullveldis riðlar rétthæð réttarheimilda því það riðlar uppbyggingu rrkisvaldsins. Þá vakna óhjákvæmilega spumingar um lög- mæti lagasetningar og stjórnarathafna, réttaróvissa verður viðvarandi einkenni samfélagsins og við svo búið má ekki standa. 114 Þór Vilhjálmsson: „Riss um Evrópurétt". Afmælisrit til heiðurs Gunnari G. Schram sjötugum. Rvík. 2002, bls. 554. 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.