Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 53
notuð til að lýsa réttarástandi í ríkjum sem þó eru ekki aðilar að Evrópusam-
bandinu sjálfu heldur einungis að Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið
og staðreyndin er sú að hún á fullkomlega jafn vel við.
Lagasafn íslands er næstum óþekkjanlegt frá fyrri tíð, og tók stakkaskiptum
frá 7. útgáfu 1990 til 9. útgáfu 1999. Það er vart til námsgrein við lagadeild
Háskóla íslands sem EES-réttur hafði ekki áhrif á strax eftir gildistöku samn-
ingsins og sífellt meir upp frá því.
5.3 Lekir flóðgarðar
Fonnlega felst ekki í EES-samningnum framsal á fullveldi. Um það er ekki
deilt. í norskri kennslubók í EES-rétti sagði samt einfaldlega strax 1995: „Reelt
innebærer E0S-avtalen en massiv overfpring av suverenitet11.8 (I raun felur
EES í sér mjög mikið framsal á fullveldi.)
Síðan er þessum raunveruleika lýst þannig að stór hluti norskrar löggjafar
muni í framtíðinni vera „afrit“ af EB-rétti sem Noregur hafi formlegan rétt á að
hafna en ekki raunverulegan möguleika og að úrlausnir Evrópudómstólsins
muni í framtíðinni hafa mikil áhrif í réttarkerfi Noregs.
Thomas Cottier var fulltrúi Sviss í samningaviðræðunum um EES-samn-
inginn. Hann hefur lýst því á fræðavettvangi hvaða áhrif það hafði á samn-
ingaviðræðurnar að Norðurlönd fylgdu tvíeðliskenningu en aðrar EFTA-þjóðir
eineðliskenningu um gildi þjóðaréttar að landslögum" . I fyrsta lagi hafði t.d. í
svissneskum rétti verið talsvert fjallað um réttaráhrif stofnsamnings EFTA
(Stokkhólmssamningsins) í innlendum rétti en lítið sem ekkert á Norður-
löndum. Svissneskir dómstólar höfðu ítrekað byggt dómsniðurstöður á þeim
forsendum að ákvæði Stokkhólmssamningsins hefðu bein réttaráhrif og beitt
þeim við úrlausnir sínar en það hafði aldrei komið til umræðu á Norðurlöndum.
Þá lýsir Cottier því hvernig tvíeðliskenningin hafi gert samningamönnum
Norðurlanda kleift að vera mun sveigjanlegri í samningum en aðrir gátu verið
- að því er hann telur vegna þess að skuldbindingamar „töldust“ ekki eins
viðurhlutamiklar.
Það hefði verið verðugt rannsóknarefni að bera saman framkvæmd EES-
réttar á Norðurlöndum annars vegar og í eineðlisríkjunum Austurríki og Sviss
hins vegar, en Sviss varð aldrei aðili að EES og Austurríki fór í ESB, svo að
slíkur samanburður er úr sögunni. Eftir standa aðeins Noregur og ísland með
tvíeðli sitt auk Liechtenstein.
Það er samningsbundið í texta EES-samningsins, bókunum og viðaukum
við hann að EES-réttur öðlist ekki gildi á íslandi nema hann hafi formlega verið
tekinn í landslög:
85 Fredrik Sejersted ofl.: E0S-rett. Oslo 1995, bls. 59.
86 Thomas Cottier: „Constitutional Trade Regulation in National and Intemational Law:
Stmcture-Substance Pairings in the EFTA Experience", sbr. síðar. National Constitutions and
Intemational Economic Law, Studies in Transnational Economic Law vol. 8. Deventer Boston
1993, bls. 409-442.
47