Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 53
notuð til að lýsa réttarástandi í ríkjum sem þó eru ekki aðilar að Evrópusam- bandinu sjálfu heldur einungis að Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og staðreyndin er sú að hún á fullkomlega jafn vel við. Lagasafn íslands er næstum óþekkjanlegt frá fyrri tíð, og tók stakkaskiptum frá 7. útgáfu 1990 til 9. útgáfu 1999. Það er vart til námsgrein við lagadeild Háskóla íslands sem EES-réttur hafði ekki áhrif á strax eftir gildistöku samn- ingsins og sífellt meir upp frá því. 5.3 Lekir flóðgarðar Fonnlega felst ekki í EES-samningnum framsal á fullveldi. Um það er ekki deilt. í norskri kennslubók í EES-rétti sagði samt einfaldlega strax 1995: „Reelt innebærer E0S-avtalen en massiv overfpring av suverenitet11.8 (I raun felur EES í sér mjög mikið framsal á fullveldi.) Síðan er þessum raunveruleika lýst þannig að stór hluti norskrar löggjafar muni í framtíðinni vera „afrit“ af EB-rétti sem Noregur hafi formlegan rétt á að hafna en ekki raunverulegan möguleika og að úrlausnir Evrópudómstólsins muni í framtíðinni hafa mikil áhrif í réttarkerfi Noregs. Thomas Cottier var fulltrúi Sviss í samningaviðræðunum um EES-samn- inginn. Hann hefur lýst því á fræðavettvangi hvaða áhrif það hafði á samn- ingaviðræðurnar að Norðurlönd fylgdu tvíeðliskenningu en aðrar EFTA-þjóðir eineðliskenningu um gildi þjóðaréttar að landslögum" . I fyrsta lagi hafði t.d. í svissneskum rétti verið talsvert fjallað um réttaráhrif stofnsamnings EFTA (Stokkhólmssamningsins) í innlendum rétti en lítið sem ekkert á Norður- löndum. Svissneskir dómstólar höfðu ítrekað byggt dómsniðurstöður á þeim forsendum að ákvæði Stokkhólmssamningsins hefðu bein réttaráhrif og beitt þeim við úrlausnir sínar en það hafði aldrei komið til umræðu á Norðurlöndum. Þá lýsir Cottier því hvernig tvíeðliskenningin hafi gert samningamönnum Norðurlanda kleift að vera mun sveigjanlegri í samningum en aðrir gátu verið - að því er hann telur vegna þess að skuldbindingamar „töldust“ ekki eins viðurhlutamiklar. Það hefði verið verðugt rannsóknarefni að bera saman framkvæmd EES- réttar á Norðurlöndum annars vegar og í eineðlisríkjunum Austurríki og Sviss hins vegar, en Sviss varð aldrei aðili að EES og Austurríki fór í ESB, svo að slíkur samanburður er úr sögunni. Eftir standa aðeins Noregur og ísland með tvíeðli sitt auk Liechtenstein. Það er samningsbundið í texta EES-samningsins, bókunum og viðaukum við hann að EES-réttur öðlist ekki gildi á íslandi nema hann hafi formlega verið tekinn í landslög: 85 Fredrik Sejersted ofl.: E0S-rett. Oslo 1995, bls. 59. 86 Thomas Cottier: „Constitutional Trade Regulation in National and Intemational Law: Stmcture-Substance Pairings in the EFTA Experience", sbr. síðar. National Constitutions and Intemational Economic Law, Studies in Transnational Economic Law vol. 8. Deventer Boston 1993, bls. 409-442. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.