Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 56
að þótt orð greinargerðarinnar séu „rétt frá formlegu sjónarmiði“ sé „í reynd
rétt“ að líta á úrlausnir mannréttindadómstólsins sem fordæmi í íslenskum
„ • 99
retti.
Með öðrum orðum: Þótt fylgt sé kennisetningu tvíeðliskenningarinnar og
landsréttur eingöngu skýrður í samræmi við þjóðarétt en ákvæðum þjóðréttar-
samninga hafnað sem réttarheimildum, hvort heldur er í formi (settra) laga eða
fordæma, þá ráða þau raunverulegri réttarstöðu manna. Þau verka sem lög séu
þótt gildi þeirra sé ekki lögformlega viðurkennt. Veruleikinn er annar en viður-
kennt hugtakakerfi gerir ráð fyrir.
5.4 Yfirþjóðleg einkenni EES-samningsins
5.4.1 Lagasetning og svigrúm Islands til eigin stefnumótunar
Þegar EES-sáttmálinn var til afgreiðslu á Alþingi varaði Guðmundur
Alfreðsson við því í lögfræðiáliti að í aðild fælist ekki bara áður óþekkt framsal
fullveldis Islands heldur framsal fullveldis af því tagi sem ekki hefði áður
þekkst yfirleitt:
Það er algjört einsdæmi í stofnanagrein þjóðaréttarins, að lagt sé til, að ríki skuli
framselja yfirþjóðlegt framkvæmda- og dómsvald til alþjóðastofnunar, sem viðkom-
andi rfki er ekki aðili að.'°°
Löggjafarvald og framkvæmdarvald stjómarstofnana íslenska ríkisins hefur
ekki farið varhluta af aðild Islands að EES-samningnum. Afleidd löggjöf Evrópu-
sambandsins gengur sína leið gegnum stjómkerfi ESB og áður en einstakar gerðir
eru teknar til ákvörðunar í sameiginlegu EES-nefndinni sendir utanríkisráðu-
neytið þær til þess ráðuneytis sem fer með viðkomandi málaflokk. Áhrif Alþingis
á mótun þeirrar löggjafar, sem það þó samþykkir, em hverfandi.10' í skýrslu
utanríkisráðherra um stöðu íslands í evrópusamstarfi er ekki dregin dul á það að
Evrópusambandið sé hinn ráðandi aðili í stefnunrótun og löggjöf."’2
Yfirþjóðleg takmörkun á löggjafarvaldi lýsir sér í valdþurrð aðildarríkis
(pre-emption) á tilteknum sviðum. í Evrópurétti er gengið út frá valdþurrð
aðildarríkja á þeim sviðum þar sem Evrópusambandið hefur skýrar vald-
99 Davíð Þór Björgvinsson: „EES-samningurinn og Mannréttindasáttmáli Evrópu sem réttar-
heimildir í íslenskum landsrétti". Úlfljótur. 1. tbl. 1997, bls. 91-92.
100 Guðmundur Alfreðsson: „Álit um EES og stjómarskrána“. Alþt. A-deild 1992, bls. 756.
101 Eivind Smith hefur bent á að þjóðþingin í hverju landi geti orðið „hornsteinar“ lýðræðis í
Evrópusamrunanum. Því fari þó fjarri nú því fæst þeirra fylgist verulega vel með atburðum innan
ESB, nema danska þingið sem starfrækir sérstaka Evrópunefnd. Sjá Eivind Smith (ritstj.):
National Parliaments as Comerstones of European Integration. Dordrecht 1997.
102 Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópusamstarfi. Reykja-
vík apríl 2000, bls. 69 o. áfr. Þar segir m.a. „Aldrei hefur farið á milli mála hvor stoðin væri leiðandi
í þessu samstarfi. Þróun Evrópuréttarins og ákvarðanataka fer fram innan ESB-stoðarinnar og síðan
er gerður sjálfstæður millríkjasamningur milli ESB og EFTA-ríkjanna um samsvarandi réttindi og
skyldur þessara aðila“.
50