Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 70
álfunnar,' landi sem er hvorttveggja í senn ótrúlega auðugt og ólýsanlega snautt.
Landi þar sem fáeinir metrar kunna að skilja að verksmiðjur sem framleiða eld-
flaugar, lúxusbifreiðar og hátæknibúnað af hvaða toga sem vera skal, og ólýsan-
leg fátækrahverfi þar sem bókstaflega allt virðist skorta sem almennt er talið
skilja umhverfi manna frá bústöðum dýra. Talið er að Brasilía sé svo auðug frá
náttúrunnar hendi að landið gæti, ef verkast vildi, verið því sem næst sjálfbært um
allar mannlegar nauðsynjar sem gjörvöll þjóðin fengi að njóta - og væri þó nóg
eftir til útflutnings. Fáir gera sér þó háar hugmyndir urn að sú verði raunin í
fyrirsjáanlegri framtíð, og þar er lélegu stjómarfari og almannaviðhorfi því
tengdu fyrst og fremst um að kenna. Þar í landi, sem og í flestum öðmm ríkjum
álfunnar, gætir almennrar og rótgróinnar uppgjafar í þeim skilningi að fáir reikna
með því, í raun og veru, að hæfir og góðir landsstjómendur muni nokkm sinni
koma til sögunnar. Til þess er spillingin og getuleysið of rótgróið og verðandi
stjómarherrar hljóta alltaf - eftir einhvers konar náttúmlögmáli - að sækja í sama
farið og þeir er nú sóla sig og þeir sem áður rrktu, segja menn. Tugmilljónir
manna, sem búa í örbirgð og allsleysi, trúa því að enginn mannlegur máttur geti
bjargað hinum umkomulausu, heildstætt séð, en að kannski svo sem ein eða tvær
fjölskyldur af milljón hljóti það happ að eignast unga menn sem skara fram úr á
knattspymuvellinum og raka saman fé fyrir fræknleik sinn, eða þá að ein og ein
fjölskylda eða einstaklingur öðlist stóra vinninginn í ríkishappdrættinu og geti
flust niður úr fjöllunum eða út úr skógarþykkninu í ímyndaða alsæld stórborganna
við ströndina eða þá úr fjögurra fermetra hreysi í borginni inn í hverfi auðmanna
sem hafa lífvörð á hverjum fingri.
Sú mikla innri spenna, sem einkennir þessi ríki, felst ekki einvörðungu í
hinu hróplega misrétti á efnalega vísu er alls staðar blasir við, heldur einnig í
þeirri staðreynd að menningarleg gjá er milli ýmissa þjóðfélagshópa, einkum
milli þeirra manna annars vegar, sem eru afkomendur frambyggjanna sem voru
við lýði áður en Evrópumenn tóku að leggja löndin undir sig á mörkum miðalda
og nýaldar, og hins vegar afkomenda evrópskra landnema og stjómarherra en
þar má nánast tala um „tvo heima“ í sumum landanna. Þá er staða manna, sem
eru blendingar þessara hópa, víða óljós og ótrygg en blöndunar kynþátta gætir
þar mismikið eftir löndum.3 4
3 Flatarmál Brasilíu er meira en allra Bandaríkja Norður Ameríku samanlagt ef Alaska er frá talið.
Landið er hið fimmta stærsta í heimi og jafnframt hið fimmta fjölmennasta með um 170 milljónir
íbúa.
4 Þessi blöndun ólíkra kynþátta virðist reyndar hafa tekist einna best í Brasilíu þar sem ekki ríkir
nein teljandi spenna milli manna af kynþáttum indíána, blökkumanna og hvítra manna, a.m.k. ekki
á þéttbyggðum svæðum, og mjög mikil blöndun hefur orðið milli þessara kynþátta. Blökkumenn
eru að vísu ekki frumbyggjar í Brasilíu eins og indíánamir því að þeir voru fluttir þangað sem
þrælar eða blekktir til að leita þangað og síðan í reynd hnepptir í þrældóm. Þrældómur var formlega
afnuminn í Brasilíu síðla á 19. öld, talsvert seinna en í öðrum löndum Suður-Ameríku. í sumum
landanna hefur samskiptasaga manna af evrópskum stofni við frumbyggjana verið mörkuð miklum
óhugnaði, eins og alkunna er, og hinum síðar nefndu verið útrýmt af stórum landsvæðum. Heyrir
sú hörmungarsaga ekki að öllu leyti sögunni til.
64