Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 58
sýnt að nær allir þeir viðskiptasamningar, sem gerðir hafa verið á vegum EFTA,
séu sérstaklega gerðir til þess að ná samræmi við það sem um hefur verið samið
við ESB en ekki til þess að framfylgja sérstakri EFTA-stefnu.1"" Það hefur hins
vegar nýst íslendingum innan WTO (Heimsviðskiptastofnunarinnar) að geta
haldið fram sérsjónarmiðum, m.a. um sjávarútveg.
I aðildinni að EES felst framsal fullveldis til „lœgra settrar" alþjóðastofn-
unar (EFTA-stoð EES) sem skuldbundin er til einsleitni, þ.e. skuldbundin er til
að gera eins og hin „hœrra setta“ stofnun (ESB). Frá því að EES-samningurinn
tók gildi hefur EFTA-hlið EES skroppið saman í þrjú ríki, eitt lítið Evrópuríki,
eitt minna Evrópuríki og eitt örríki. Framsal fullveldis vegna EES-samningsins
að því er varðar löggjafarvald og sjálfdæmi við stefnumótun hins opinbera er
greinilegt. Að því er varðar löggjafarvaldið þá vegur það saman að í fyrsta lagi
var formlegt vald EES-ríkja til að hafa áhrif á löggjöf takmarkað frá upphafi og
í öðru lagi aðgangur að mótunarstarfi laga illa nýttur. Sjálfdæmi um
lagasetningu og stefnumótun hefur Island gefið eftir á þeim sviðum sem EES-
samningurinn nær til, en svigrúm kann Island að hafa sem ekkert hefur verið
látið reyna á.
5.4.2 Sérstakt réttarkerfi
Alþjóðasamningum er ætlað að skuldbinda ríki. Víða fara réttaráhrif þeirra
innan ríkja eftir því hversu skýr og óskilyrt ákvæði þeirra eru. Lög og reglur
Evrópusambandsins hafa hins vegar orðið réttnefnt réttarkerfi. A erlendum
tungumálum er oft rætt um normatíft kerfi, sem mætti nefna gildiskerfi á
íslensku, og er þá átt við að gildi og ógildi staðhæfinga, í þessu tilviki réttar-
reglna, ráðist af forsendum kerfisins en ekki öðru. I tilviki ESB er þá átt við að
forsendur samrunaferlisins ráði gildi laga.
Krafan um forgang EES-réttar, sem sannarlega er gerð í EES-samningnum
og hinni sameiginlegu yfirlýsingu við bókun 35, felur einnig efnislega í sér
breytta rétthæð réttarheimilda aðildarríkjanna.HW Fredrik Sejersted telur að
bókun 35 hafi falið í sér nýtt þrep í skipan réttarheimilda, á milli stjómskipunar-
laga og almennra laga aðildarríkjanna. Til þess hafi í raun þurft stjórnarskrár-
breytingu en til þess hafi ríkin ekki verið reiðubúin.""
Tveir dómar Hæstaréttar sýna svo ekki verður um villst að gildi laga ræðst
af forsendum og reglum EES-samningsins og afleiddum rétti og að Hæstiréttur
Islands hefur tekið upp dómstólseftirlit með því að réttarreglur íslenskra laga
standist EES-rétt.
108 Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópusamstarfi. Rvík.
apríl 2000, bls. 3 i.
109 Sjá aðra skoðun á þýðingu bókunar 35, Dóra Sif Tynes: „Ys og þys út af engu?“ Úlfljótur. 2.
tbl. 2002, bls. 473.
110 Fredrik Sejersted: En stadig nærmere mellomstasjon? Om E0S-avtalen og norsk retts
tillpasning til EF-retten. Oslo 1996.
52