Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 58

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 58
sýnt að nær allir þeir viðskiptasamningar, sem gerðir hafa verið á vegum EFTA, séu sérstaklega gerðir til þess að ná samræmi við það sem um hefur verið samið við ESB en ekki til þess að framfylgja sérstakri EFTA-stefnu.1"" Það hefur hins vegar nýst íslendingum innan WTO (Heimsviðskiptastofnunarinnar) að geta haldið fram sérsjónarmiðum, m.a. um sjávarútveg. I aðildinni að EES felst framsal fullveldis til „lœgra settrar" alþjóðastofn- unar (EFTA-stoð EES) sem skuldbundin er til einsleitni, þ.e. skuldbundin er til að gera eins og hin „hœrra setta“ stofnun (ESB). Frá því að EES-samningurinn tók gildi hefur EFTA-hlið EES skroppið saman í þrjú ríki, eitt lítið Evrópuríki, eitt minna Evrópuríki og eitt örríki. Framsal fullveldis vegna EES-samningsins að því er varðar löggjafarvald og sjálfdæmi við stefnumótun hins opinbera er greinilegt. Að því er varðar löggjafarvaldið þá vegur það saman að í fyrsta lagi var formlegt vald EES-ríkja til að hafa áhrif á löggjöf takmarkað frá upphafi og í öðru lagi aðgangur að mótunarstarfi laga illa nýttur. Sjálfdæmi um lagasetningu og stefnumótun hefur Island gefið eftir á þeim sviðum sem EES- samningurinn nær til, en svigrúm kann Island að hafa sem ekkert hefur verið látið reyna á. 5.4.2 Sérstakt réttarkerfi Alþjóðasamningum er ætlað að skuldbinda ríki. Víða fara réttaráhrif þeirra innan ríkja eftir því hversu skýr og óskilyrt ákvæði þeirra eru. Lög og reglur Evrópusambandsins hafa hins vegar orðið réttnefnt réttarkerfi. A erlendum tungumálum er oft rætt um normatíft kerfi, sem mætti nefna gildiskerfi á íslensku, og er þá átt við að gildi og ógildi staðhæfinga, í þessu tilviki réttar- reglna, ráðist af forsendum kerfisins en ekki öðru. I tilviki ESB er þá átt við að forsendur samrunaferlisins ráði gildi laga. Krafan um forgang EES-réttar, sem sannarlega er gerð í EES-samningnum og hinni sameiginlegu yfirlýsingu við bókun 35, felur einnig efnislega í sér breytta rétthæð réttarheimilda aðildarríkjanna.HW Fredrik Sejersted telur að bókun 35 hafi falið í sér nýtt þrep í skipan réttarheimilda, á milli stjómskipunar- laga og almennra laga aðildarríkjanna. Til þess hafi í raun þurft stjórnarskrár- breytingu en til þess hafi ríkin ekki verið reiðubúin."" Tveir dómar Hæstaréttar sýna svo ekki verður um villst að gildi laga ræðst af forsendum og reglum EES-samningsins og afleiddum rétti og að Hæstiréttur Islands hefur tekið upp dómstólseftirlit með því að réttarreglur íslenskra laga standist EES-rétt. 108 Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópusamstarfi. Rvík. apríl 2000, bls. 3 i. 109 Sjá aðra skoðun á þýðingu bókunar 35, Dóra Sif Tynes: „Ys og þys út af engu?“ Úlfljótur. 2. tbl. 2002, bls. 473. 110 Fredrik Sejersted: En stadig nærmere mellomstasjon? Om E0S-avtalen og norsk retts tillpasning til EF-retten. Oslo 1996. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.