Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Blaðsíða 59
í dómi Hæstaréttar í máli nr. 236/1999, sem kveðinn var upp 16. desember
1999, byggðist niðurstaða í dómsorði á því að það væri á valdi íslenskra dóm-
stóla að skera úr um hvort bótaábyrgð aðaláfrýjanda nyti fullnægjandi laga-
stoðar að íslenskum rétti:
Er ... eðlilegt að lögin sem lögfesta meginmál samningsins séu skýrð svo að einstakl-
ingur eigi kröfu til þess að íslenskri löggjöf sé hagað til samræmis við EES-reglur.
Takist það ekki leiði það af lögum nr. 2/1993 og meginreglum og markmiðum EES-
samningsins að aðaláfrýjandi verði skaðabótaskyldur að íslenskum rétti. Að þessu
virtu, svo og aðdraganda og tilgangi laga nr. 2/1993 fær skaðabótaábyrgð aðaláfrý-
janda, vegna ófullnægjandi lögfestingar tilskipunarinnar, næga stoð í þeim lögum.
Með dómsniðurstöðunni í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur var því slegið
föstu að íslenska ríkið beri skaðabótaábyrgð gagnvart einstaklingi hafi hann í
lögskiptum að landsrétti ekki notið réttinda sinna samkvæmt tilskipun Evrópu-
sambandsins. Ríkið hafði látið hjá líða að lögfesta viðkomandi réttindi. Með
dóminum beitir Hæstiréttur sams konar úrræði og þróast hefur í ESB-rétti til að
tryggja réttarárif réttarreglna EES. Bótareglan sem EFTA-dómstólinn hafði í
ráðgefandi áliti'" sagt felast í meginmáli EES-samningsins felur í sér að EES-
regla, sem ekki hefur verið tekin í landsrétt, hefur réttaráhrif hérlendis.
í dómi Hæstaréttar frá 25. október 2001 í máli nr. 129/2001 vék EES-regla
síðan fastri dómvenju til hliðar:
Fyrri niðurstöður dómstóla um að áhættutaka, eins og hér er um fjallað, leiði til
niðurfellingar bóta, hafa sem fyrr segir ekki byggst á lögfestri reglu heldur mótast af
almennum viðhorfum og kenningum í skaðabótarétti og leitt til dómvenju, sem hefur
verið talin bindandi. Þegar litið er til þess, sem að framan er rakið, þykja ekki efni til
þess lengur að halda henni við.
Að mínu mati verður ekki með nokkurri skynsemi framhjá því horft að
dómsniðurstaðan felur í sér viðurkenningu á forgangi EES-reglna að íslenskum
U2
retti.
Með því að bein réttaráhríf og skaðabótaábyrgð aðildarríkja EFTA-stoðar
EES og forgangur EES-réttar eru staðfest sem hluti af í íslensku réttarkerfi er
jafnframt ljóst að EES-rétti er rétt lýst sem sérstöku réttarkerfi sem út frá for-
sendum sínum ákvarðar gildi laga á íslandi.
111 Sjá um þetta Reimar Pétursson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu
Sveinbjömsdóttur og takmarkanir á framsali löggjafarvalds til stofnana EES“. Tímarit lögfræðinga.
3. hefti 1999, bls. 213. Óttar Pálsson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í máli Eriu Maríu
Sveinbjömsdóttur gegn íslenska ríkinu - meginregla um skaðabótaábyrgð". Tímarit lögfræðinga.
2. hefti 1999, bls. 111-140.
112 Sjá um niðurstöðuna Hjörtur Torfason: „Áhættutaka innan réttar: nokkur orð í tilefni af dómi
Hæstaréttar 25. október 2001 í máli 129/2001“. Úlfljótur. 1. tbl. 2002, bls. 61-83.
53