Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 12
5.4.4 Lagaheimild stendur til skráningar eða miðlunar upplýsinganna 5.4.5 Veigamiklir almannahagsmunir eða einkahagsmunir standa í vegi fyrir upplýsingagjöfinni. 5.4.6 Lögmæltar þagnarskyldureglur standa því í vegi að gera ntegi hinum skráða viðvart 1. INNGANGUR Lög nr. 77/2000 um persónuvemd og meðferð persónuupplýsinga (pul.) tóku gildi hinn 1. janúar 2001. Markmiðið með setningu persónuupplýsingalaganna, eins og þau eru í daglegu tali nefnd, var að laga íslenskan rétt að þjóðréttarlegum skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum, sbr. tilskipun ráðsins nr. 95/46/EB frá 24. október 1995 um vemd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa nriðlun slíkra upplýsinga. Persónuupplýsingalögin hafa að geyma margar nýjar reglur um skyldur ábyrgðaraðila og réttindi hinna skráðu, en ábyrgðaraðili er sá sem ákveður til- gang vinnslu persónuupplýsinga, þann búnað sem notaður er, aðferð við vinnsl- una og aðra ráðstöfun upplýsinganna. Þannig hafa lögin t.d. að geyma bæði almennar og sérstakar reglur um upplýsingaskyldu ábyrgðaraðila sem felur í sér að hann skal að eigin frumkvæði tilkynna hinum skráða urn að unnið verði með ákveðnar persónuupplýsingar um hann. Akvæði 20. og 21. gr. laga nr. 77/2000 hafa að geyma hinar almennu reglur laganna um slíka skyldu. Lögin hafa einnig að geyma sérstakar reglur um upplýsingaskyldu. Þar má t.d. nefna upplýsinga- skyldu ábyrgðaraðila sem annast miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, sbr. 2. mgr. 21. gr. laganna. Þá hvílir einnig sérstök upplýsingaskylda á ábyrgðaraðila áður en hann afhendir félaga-, starfsmanna- eða viðskipta- mannaskrár til nota í tengslum við markaðssetningarstarfsemi, sbr. 2. tölul. 5. mgr. 28. gr. laganna. Hið sama gildir um afhendingu slíkra upplýsinga til nota við markaðs-, neyslu- og skoðanakannanir, sbr. 7. mgr. 28. gr. Markmið ákvæða laganna um upplýsingaskyldu er ekki ávallt hið sama. Þannig er það m.a. markmið 20. gr. laganna að tryggja að hinn skráði geti á upplýstan hátt tekið ákvörðun um hvort hann vilji láta af hendi persónuupplýs- ingar um sig sem notaðar verða við ákveðna vinnslu. Markmið 21. gr. laganna er hins vegar að auka gegnsæi og veita hinum skráða betri yfirsýn um vinnslu persónuupplýsinga um hann, auk þess sem hann fær þá upplýsingar um ábyrgð- araðila vinnslu og veit því hvert hann á að snúa sér vilji hann nýta sér þann rétt er lögin veita honum. Upplýsingaskylda ábyrgðaraðila sem annast miðlun upp- lýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, sbr. 2. mgr. 21. gr. laganna, er á hinn bóginn aðallega byggð á því sjónarmiði að veita skuli hinum skráða færi á að bregðast við rangri skráningu fjárhagsupplýsinga um hann með því að krefjast leiðréttingar áður en upplýsingunum er miðlað.' Ákvæðið veitir hinum skráða 1 Sjá hér nánar 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 246/2001 um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhags- málefni og lánstraust. 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.