Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 42
Evrópuréttar gagnvart ríkinu og öðrum einstaklingum sé hún skýr, óskilyrt og veiti ríki eða stofnunum ESB ekki verulegt rými til frjáls mats. Forgangur,46 sá mikilvægi eðlisþáttur réttarkerfis Evrópusambandsins, réðst árið 1964 þegar Evrópudómstóllinn í raun ákvað stöðu Evrópuréttarins í réttar- kerfi aðildarríkjanna í málinu Costa gegn Enel: Með því að koma á fót Bandalagi sem skal vara í ótakmarkaðan tíma, sem er lög- persóna, með eigin stofnunum, með lögbæmi og sem hefur raunveruleg völd vegna takmörkunar á fullveldi eða framsals valds frá ríkjunum til Bandalagsins, hafa aðildarríkin takmarkað fullveldisrétt sinn, enda þótt á afmörkuðu sviði sé og hafa þannig myndað lög sem binda bæði borgara þeirra og þau sjálf. Samþætting landsréttar hvers ríkis við ákvæði útgefin af Bandalaginu og yfirleitt forsendur og andi Rómarsáttmálans, gera það ómögulegt fyrir ríkin, senr samstarfs- aðila, að veita einhliða [í raun eigin] og síðar til kominni lagasetningu forgang yfir réttarkerfi sem þau samþykktu á grundvelli gagnkvæmni. Slík lagasetning má heldur ekki vera í ósamræmi við það sama réttarkerfi. Bandalagsrétti verður ekki framfylgt á misjafna vegu frá einu ríki til annars samkvæmt Iandsrétti, án þess að stofna í hættu þeim markmiðum Rómarsáttmálans sem sett eru fram í 2. mgr. 5. gr. [ríki skulu ekki stefna markmiðum sáttmálans í hættu] og 7. gr. [jafnræðisregla].47 Forgangsáhrif Evrópuréttar voru útfærð nánar í síðari dómum. Evrópuréttur var t.d. talinn hafa forgang yfir stjórnarskrá Vestur-Þýskalands,48 gilda án tafar49 og ef ríki draga gildistöku Evrópuréttar eiga einstaklingar sem verða fyrir tjóni af völdum þess rétt á skaðabótum." Með dómnum í máli Costa gegn Enel var dómstóllinn ekki að beita for- gangsáhrifunr til úrlausnar á einstöku ágreiningsefni heldur að skapa grund- vallarreglu um að landsrétti skyldi skipt út fyrir Evrópurétt. Sumir leggja megin- áherslu á þennan eðlisþátt Evrópuréttar í þröngum skilningi, þeim að þetta gangi gegn tvíeðliskenningu og einkarétti fullvalda ríkis til lagasetningar í lögsögu sinni."' Það er í sjálfu sér hvorttveggja rétt. Áhrif þessa eru einungis djúptækari en það eitt getur gefið til kynna því að forgangurinn ryður nýju rétthærra réttarkerfi brautÁ Þessi þráður verður tekinn upp í 5. kafla. 46 Á ensku primacy eða supremacy. Á íslensku hefur verið vísað til þessa sem forgangsáhrifa, en forgangur þykir mér skýrara. Tekið skal fram að þýðing þessi er höfundar. 47 Mál 6/64 Costa gegn Enel [1964] ECR 585. 48 Mál 11/70 Internationale Handelsgesellschaft [1970] ECR 1125. Evrópudómstóllinn kvað upp úr um að bandalagsréttur væri sjálfstæð réttarheimild sem gengi framar rétti aðildarríkis, hvort sem væri settum almennum lögum eða ákvæðum stjómarskrár. Að öðrum kosti væri bandalagsréttinum stefnt í hættu. Gegn þessu reis þýski Stjómlagadómstóllinn síðar en um það verður ekki fjallað hér. 49 Mál 106/77 Amministrazione delle Finanze dello Stato gegn Simmenthal [1978] ECR 629. 50 Sameinuð mál C-6/90 og C-9/90 Francovich [1991] ECR 1-5357, sbr. Sameinuð mál C-178/94 o.fl. Erich Dillenkofer o.fl. gegn Þýskalandi. 51 Sjá t.d. Stefán Már Stefánsson: Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Rvík. 2000, bls. 160-161 o.áfr. 52 Sjá t.d. T.C. Hartley: The Foundations of European Law. Oxford 1998. 4th. Edition Oxford 1998. 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (01.04.2003)
https://timarit.is/issue/313973

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (01.04.2003)

Gongd: