Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 3
8ÍÐAN G. T h. Fechnc r, sem heita má faðir hinnar vis-
indalegu sálarfræði, fann Webers lögmál, svo og aðferðir
þær, er gerðu sálarfræðina að tilraunavísindum (experimenlal
psijchologi), — en það var um og eftir 1860, — má heita, að
sálarfræðingar hafi við lítið annað fengist en að rannsaka
vitsmunalif mannsins — skynjanir manna og hugrenn-
inga-sambönd, minni, imyndun og vit. En tilfinninga-
og viljalifið heflr aftur á móti orðið lalsvert útundan.
Ekki vantar nú raunar það, að nóg hafi verið ritað um til-
fiuningar manna, eins og annað, og mælti búa til langa skrá
yfir það. En þó var það einhvernveginn svo áratugum sam-
an, að menn gátu eins og engin tök fundið á tilfinningalíf-
inu, þangað til hugur manna tók að beinast nokkuð frá til-
rauna-sálarfræðinni og að hinni svonefndu samlikjandi sál-
arfræði (comparaliv psycliologi).
Þessi straumhvörf í sálarfræðinni lóku að gera vart við
sig undir eins og þróunarkenningin fór að ryðja sjer til
rúms og menn fóru að láta sjer detla það í hug, að sálar-
lifið hefði eins og alt annað í hinum lifandi heimi þróast
frá einni tegund hfsveranna til annarar. Menn fóru þá að
taka eftir hátlsemi mauna og dýra og líkja þeim saman og
komust þá brátt á snoðir um, að margt mundi líkt með
skyldum, og þó hefði sálarlífið sýnilega þróast og það stór-
kostlega frá dýri til manns. En ef til vill væru þó frum-
drættirnir í sálarlííi beggja hinir sömu.
Þegar þessari hugsun skaut upp hjá mönnum, og það er
nú ekki ýkja-langt síðan, ein tuttugu til þrjátíu ár, var eins
og þeir fengju alveg nýjan skilning á sálarlífinu yfirleitt. Að
finna frumdræltina í sálarlífinu var þá líkt og að finna
frumeindirnar í efninu, nema livað annað var lifandi heild
og hitt dauðir smápartar. Og tækist manni að finna þessa
frumdrætti, var Iíldegt, að hinir flóknari þættir sálarlífsins
yrðu manni skiljanlegri. Og þetta virðist nú um það bil að
rætast, einkum á tilfinningalifinu.