Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 17
17
sofin í því að ala önn fyrir barninu, og sú hugð helst
venjulegasl æfilangt.
XI. Fjelagslyndi og hjarðhvöt. Sumar dýrategundir kunna
ekki við annað en að lifa hjarðlífi. Hjarðhvöt þessi hlýtur
að hvila á einhvers konar fjelagskend eða fjelags-
lyndi, sem þó alls ekki þarf að sýna sig í hjálpfýsi eða
samúð. Það er t. d. allítt, að nautgripir kunni ekki við sig
nema hver með öðrum, þött þeir geri alls ekkert til að
hjálpa hver öðrum. Hitt er þó líðara, að hæði hjálpfýsi og
samúð eigi sjer stað í hjarðlífinu. Dæmi þessa er t. d. varð-
spóinn. Þegar hann gefur ldjóð frá sjer og ílýgur upp, þá
tlýgur og allur hópurinn upp og á hurt í sömu svipan. Sagt
er og um hálfviltu hestana, er lifa á flatneskjunum rúss-
nesku, að þeir rífi stundum hina tömdu fjdaga sína frá
vögnum ferðamanna og hafi þá á hurt með sjer. Annað er
það, sem gerir mjög vart við sig í hjarðlífinu, og það eru
eflirhermurnar, eða þelta, að lifa og láta eins og hinir fje-
lagarnir. Allir þekkjum vjer, hversu hjarðdýrin liaga sjer
eftir forustudýrinu, hversu t. d. heilir fjárhópar hafa íleygt
sjer fyrir hjörg eða út i aðrar ófærur á eftir forustusauðnum.
Og sagt er, að menn temji svo fíla á Indlandi, að maður
loki þá inni með tömdurn fílum, sem þá á einhvern hátt
spekja þá og kenna þeim siðina. Einhver fjelagslund og
einhver lagsmenskutilfinning hlýtur að liggja til grundvallar
fyrir þessu, og upp áf þessu spretta ýms af fyrirbrigðum
fjelagslífsins.
XII. Sjaldgæfari hvatir. Að lokum mætti nefna ýmsar
sjaldgæfari hvatir, sem gera vart við sig hjá einstökum
dýrategundum, en hafa síðan ágerst og magnast i eðlisfari
manna, eins og t. d. hvötina til að Ieita sjer skjóls eða
hyggja sjer skýli, greni, hreiður og jafnvel heil hú.
Minná má þessu til sönnunar á hýílugna- og maurahúið,
greni otursins og hin fráhærilega vel gerðu hreiður sumra
fugla. Og eitthvað svipað kemur fyrir hjá börnum á vissum
aldri, eins og t. d. löngun drengja til að tálga og smiða og
telpna til að sníða og sauma, að maður nefni ekki »húsa-
leiki« harna og ýmislegt annað. Ekki getur maður þó fund-
ið neina einstaka, ákveðna tilfinningu, er liggi þarna að
baki. Og svo er um aðrar af hvötum þessum, eins og t. d.
söfnunarhvötina. Hún gerir líka greinilega vart við sig
hjá sumum dýrum, eins og t. d. maurum og hýílugum,
3