Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 87
87
í sögulok, en söguhrapparnir aftur á móti fá makleg mála-
gjöld. Alt er þetta samhugð, samúð manns með sögu-
persónunum að þakka eða kenna.
Loks getur ástarhugðin með því að verða eins og að skap-
lyndi sjálfs manns eða innræli orðið að því, sem vjer á is-
lensku nefnum ástúð. En ástúðin lýsir sjer venjulega í vel-
vild, góðgirni og þýðu viðmóti. Sje ástúðin sönn og einlæg
og ekki tóm uppgerð, þá opnar hún venjulegast hugi manna
livers fyrir öðrum. Hún er gagnstæð því, sem menn venju-
legast nefna ilsku og úlfúð, enda hefir hún gagnslæð áhrif
á sálarlíf manna og framferði. Úlfúðin lokar hugum manna
og stiar þeim í sundur, en ástúðin brýtur sjer braul til hjartn-
anna og jafnvel yfir í sjálfar óvinaherbúðirnar. —
Þetta er nú það helsta, sem segja má um mætur manna
og ást. En þá komum vjer að þvi, sem segja má um óbeit
þeirra, úlfúð og hatur. Hatrið er ger-ólíkt ástinni og þó
ekki bein gagnstæða hennar, eins og alment er talið. Gagn-
stætl því, að maður hafi mætur eða ást á einhverju er það,
að maður hafi óbeit og fái síðan andstygð á þvi. Svo
gelur maður ef til vill upp úr þvi, og einkum ef það gerist
áleitið við sjálfan mann eða ástvini manns, farið að hata það.
Óbeitinni hefir þegar verið Ú'st að nokkru (í II. kafla) sem
frumkend og skynrænni tilfinningu. En hún getur lika verið
ai' hugrænum uppruna og vekur þá andúð manns eða
andstygð. Andúðin lýsir sjer nú fyrst i þvi, að maður
snýr sjer undan þvi, eða frá því, sem hefir vakið hana og
vill helst engin mök við það eiga. En losni maður ekki við
það, fer maður að finna því alt til foráttu og tekur þess
vegna að niðra þvi. Auk þess vekur andúðin ýmsar geðs-
hræringar, þó einna helst reiði, þegar nefnilega þvi er hald-
ið að manni, sem vakið hefir andstygð manns; en máltvana
hr}rgð og gremju, ef maður getur ekki varist því. En hvort
sem heldur er, fyllist maður að lokum úlfúð, heiftúð
eða jafnvel hatri til þeirra, sem andstygðarefninu valda, og
ásetur sjer þá venjulegast að gera þeim alt það ilt, sem mað-
ur getur. Og fari maður á annað borð að hata, getur hatrið
að síðustu orðið bæði svo víðtækt og svo magnað, að það
verði að hreinu og beinu mannhatri eða að maður fái and-
stygð á og fyllist svartsýni á allri tilverunni.
Menn, sem orðnir eru óánægðir með alt og alla, eru ým-
ist hryggir eða reiðir, finna að öllu og hafa alt á hornum
sjer. Úetta er upplag og skaplyndi sumra manna. En hjá