Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 7
7
og það vekur löngun hennar, ánægju og jafnvel gleði,
ef hún nær því á sitt vald. En hitt, sem lienni er ógeðfelt,
vekur óánægju hennar og óbeit. Þegar vitið kemur til
sögunnar, fer lífsveran að vita um afleiðingarnar af hinu og
þessu, og þá vakna hjá henni ýmsar nýjar tilfinningar. Ef
eitthvað ógnar lífi hennar og heilhrigði eða stemmir stigu
fyrir þægingu þarfarinnar, þá vekur það henni beyg,
hræðslu og kvíða. En ef hún hyggur að geta höndlað
eitlhvert hnossgætið til þess að þægja með þörfum sínum,
vekur það eftirvænting liennar og von. Verði eitthvað
eða einhver til að stemma sligu fyrir þvi, að lifsveran þægi
þörf sinni, vekur það reiði hennar. Og ef að hún verður
að sjá af einhverju, sem henni þykir fyrir að missa, vekur
það sorg hennar og söknuð. Þannig vakna ýmsar til-
finningar hjá lífsverunni, annaðhvort eftir því, hvaða horf-
ur eru á, að hún fái þörfum sínum fullnægt, eða eftir því,
hvernig ástatt er með þær og hana. En tilfinningar þessar
vekja, eins og sýnt mun verða, ýmiss konar tilhneigingar,
sem allar stefna að þvi að þægja þörfinni eða að svala sjer
á einn eða annan hátt.
Það er nú lýsingin á þessu innra samhengi milíi þarfa
vorra, tilfinninga og tilhneiginga, sem hefir verið vanrækt
svo mjög í sálarfræðinni hingað til. Því hefir líka sálarfræð-
in, eins og hún lengst af hefir verið kend, gefið oss svo ht-
inn skilning á því, sem fram fer í sálarlifi voru. En þetta
þarf að breytast. Það þarf að semja einskonar andlega
n á 11 ú r u fr æ ð i, lýsingu á voru innra eðli ekki siður en
því ytra, þar sem öllum þörfum vorum, tilfinningum og
tilhneigingum er skipað rjettilega niður i nokkurnveginn
samfelt kerfi, sem leiði oss eðli og tilgang sálarlífsins fyrir
sjónir.
En þá vandast nú málið. Að vísu getum vjer horft inn i
sjálfa oss og sjeð, hverju þar fer fram. En hvernig eigum
vjer að vita, hvað af því sje upprunalegt og hvað síðar
komið til sögu? Hvernig eigum vjer t. d. að gera út um
það, hverjar sjeu hinar frumlegustu tilfinningar manna og
dýra? Ekki sjáum vjer inn í hugi þeirra og hjörtu og ekki
getum vjer beint fundið til með þeim. Nei. En vjer sjáum
svip þeirra, látæði og háttalag, og af þvi getum vjer dregið
ýmsar ályktanir um sálarástandið hið innra, þótt auðvitað
slíkar ályktanir verði jafnan nokkuð hæpnar og ekki alls-
kostar áreiðanlegar.