Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 25
II. Von og kvíði, vonbrigði og vonleysi.
1 forvitninni kemur þegar fram löngun til að kynnast því,
sem fyrir mann ber. En löngunin, svo margbreytileg og
víðtæk sem hún er, er eilt af allra merkilegustu starfs-
kerf u m sálarlífsins, bæði af því, að hún virðist öllum skepn-
um ásköpuð og eðlileg, og þá ekki síður vegna þess, að við
hana eru bundnar svo margar og margvíslegar tilfinningar,
sem raunar fremur gera vart við sig hjá mönnum en dýr-
um, af því að þeir geta gert sjer svo Ijósar hugmyndir um,
hverju fram kunni að vinda í það og það sinnið. En þó eru
dýrin alls ekki sneydd sumum þessum tilfinningum, eins og
t. d. eftirvænting og vonbrigðum, og því verður að telja þær
til frumkenda manna og dýra.
Til þess að vjer nú fáum þörf fyrir eitthvað og þar af
leiðandi löngun í það eða til þess, verðum vjer á einhvern
hátt að vera óánægðir með það, sem er, svo að það nægi
manni ekki, heldur fari maður að sælast í eilthvað annað,
sem maður heflr þörf fyrir. Sá hungraði leitar matar, en sá
saddi hafnar honum. Sá, sem þjáist af heilsuleysi, þráir heils-
una, og sá þreylti þráir hvild. Maður þarf því á einhvern
liátt að vera óánægður með það, sem er, til þess að maður
fari að þrá úr einu ástandi í annað. Óánægjan er móðir
löngunarinnar, og henni er það að þakka, að vjer erum
jafnan að reyna að þægja einhverjum þörfum vorum. Þótt
vjer gerum ekki annað en að renna til augunum eða að snúa
höfðinu eftir hljóðinu, er það oftast að eins til þess að sjá
eitthvað og heyra betur en áður; en heyrn og sjón og öðr-
um skjmfærum og hreyfifærum beitum vjer oftast nær að eins
til þess að ná í það, sem vjer höfum fengið þörf fyrir.
Ef vjer nú virðum fyrir oss sjálfa löngunina, þá komumst
vjer brátt að raun um, að hún, eins og þegai' var drepið á,
er næsta einkennilegt og margþætt starfskerfi. Sumir mundu
nú raunar vilja halda því fram, og með nokkrum sanni, að
hinar svonefndu holdsfýsnir manna og dýra væru mjög svo
einfaldar. Lífsveran girnist að eins einhvers með ákefð og
áfergju og reynir svo að ná því á sitt vald. En það er ekki
alt af jafn auðhlaupið að þessu. Þótt maður geri ekki annað
en horfa á kött, sem situr um bráð sína, sjer maður, að
4 v