Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 9
9
En nú hefir dr. Mc. Dougall sett þá skoðun fram í
riti sínu: Social Psychology,1) að sjerhver af eðlis-
hvötuni manna og dýra hafi í sjer fólgna einhverja þá geðs-
hræringu, sem henni sje eiginleg og sje eins og innra borðið
á henni; og að geðshræringar þær eða tilfinningar, sem
þannig gera vart við sig í eðlishvötunum, sjeu hinar frum-
legustu tilfinningar vorar eða frumkendir. En þó lokar hann
sumar af helstu geðshræringum vorum, eins og t. d. sorg
og gleði, úti úr ilokki þessara frumkenda af þvi, að liann
hefir ekki gelað fundið neinar frumhvatir, er bæru vott um
þær. En þar Iiefir annar enskur maður, Alexander F.
Shand, sjeð skarpar og hetur í því liinu ágæla riti sínu:
The Foundations of Character, er jeg mun helst
hallasl að i þessari ritgerð minni.2 3) En kynnumst nú fyrst
skoðunum og kenningu Mc. Dougall’s.
»Mannssálin,« segir hann, »hefir vissar meðfæddar eðlis-
hvalir eða erfðavenjur til að bera, sem eru aðaluppsprettur
og aðalhvatir allrar hugsunar hans og breytni, hvort sem
hún nú varðar sjálfan liann eða mannfjelagið, og sú undir-
staða, sem skapgerð og vilji, hvort heldur er einstaklinga
eða Jyóða, hefir þroskast upp af smált og smátt undir leið-
sögu vitsmunanna.« 8)
Pólt nú hvatir þessar sjeu nokkuð mismunandi og mis-
sterkar hjá hverjum einstaklingi fyrir sig — en það fer auð-
vitað eftir liinu mismunandi upplagi hvers eins og áhrifum
þeim, sem hann verður fyrir í lífinu — þá mun þó mega
finna þær með öllum mönnum og á öllum tímum, eins og
hin samlíkjandi sálarfræði virðist hera með sjer.
Hvatir þessar eru hæði einstaklegs og almenns eðlis, en af
því að þær virðasí mönnum og skepnum í eðlið hornar,
nefnum vjer þær eðlishvatir (inslincts). Mætti skýrgreina
þær á þessa leið:
Eðlishvatir eru erfðar tilhneigingar líkamlegs og andlegs
eðlis, er fá oss til að taka eftir og beina athyglinni að á-
kveðinni tegund hluta; vekja þær þá jafnframl með oss á-
kveðnar tilfinningar ásamt tilhneigingu til þess að breyta á
alveg ákveðinn hátt.4)
1) William Mc. Dougall: An Introduction to Social Psj’cliolog)-, 11 m
Ed., London 1916, chap. II and III, p. 19 o. s.
2) A. F. Shand: The Foundalions of Character, London 1914.
3) Soc. Psych., p. 19.
4) S. st., p. 29.
2 v