Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 48
48
þetla sannar ekki annað en það, að þeir niela sæmd sína
meira en lífið.
Eins og þegar hefir verið hent á, beilir maðurinn mörgum
tækjum til þess að forðast það, sem hann hræðist. Og dugi
ekki eitt, grípur hann jafnan til nýrra og nýrra ráða og svo
koll af kolli, þangað til tilganginum er náð og synt fyrir
skerin. Því að hræðslutilfinningin helst svo lengi sem henni
er ekki fullnægt eða þangað til maður einhverra hluta vegna
er hættur að hræðast. En þetla verður til þess, að maður-
inn beitir æ lleiri og betri ráðum, á meðan hann elur
hræðsluna í hrjósti sjer, og fær fyrir bragðið betri og belri
lök á hlutunum, ef hræðslan er þá ekki svo sterk, að hann
missi alla aðgætslu, eða hann hyggur, að öll von sje ekki lili.
Hræðsla manna og skepna er í fyrstu blind, þ. e. menn
skelfast án þess að hafa verulega hugmynd um, hvað sje
um að vera eða hvaða liætla sjer sje búin. En smám saman
verður hræðslan fyrir hikið, sem hún veldur, og umhugs-
unina sjáandi. Og því meir sem henni er í mun að forðast
hæltuna, því frekar leggur hún sig í líma til þessa. Þvi síður
liræðist maður í blindni og því frekar finnur maður einhver
ráð. Hin blinda hræðsla verður fyrir andlega þróun mannsins
smám saman sjáandi, þannig að manninum lærist sinám
saman að breyta eins og hyggilegast er fyrir öll áhugamál
sín og komast úr allri hættu.
Þó eru undantekningar frá þessu. Svo mikið gelur verið í
liúfi, að maður hi’æðist að vita vissu sína um það. Líf-
hræddur maður, sem liggur fyrir dauðanum, hræðist t. d.,
að heyra það af vörum læknisins, að hann sje dauðvona.
En þetta er þá af því, að hann hræðist að missa alla lífsvon.
Og þegar öll von virðist úti, getur hræðslan orðið að hreinu
og beinu ofboði (panisk Skrœk), sem ekki veit silt rjúkandi
ráð og fer sjer og öðrum því oft að voða. En þessi tegund
hræðslu er, sem betur fer, sjaldgæf á móts við hinar teg-
undir hennar og kemur sjaldan fyrir nema í almennu upp-
námi.
En þetta setur oss að lokum bæði galla og gagnsemi
hræðslunnar skýrt fyrir sjónir. Ef hún fer úr hófi fram og
verðúr annaðhvort að bleyðimensku, sem aldrei þorir að
hefjast handa, eða þá að blindu ofboði, sem ekki veit sill
rjúkandi ráð, er hún sjaldan nema til ills eins. En hæfdeg
hræðsla getur af sjer bæði varúð og varfærni, svo og ráð-
kænsku þá, sem venjulegast er varfærninni samfara. En varúð