Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 12
n
felmtinn og hræðsluna, eins og sjá má af aðförum bæði
manna og dýra, er þau gerir bæði »sárt og að ldæja«. For-
vitnin kvelur og hvetur til frekari viðkynningar, en hræðsl-
an styggir og fær niann til að hörfa undan eða að hopa á
hæli. Athugum t. d. kálfa og kýr, hesta og hunda, er gera
ýmist að nálgast hitt og þetta og að nasa af því, eða hopa
á hæli og forðast það. Þó er forvitnin hvergi eins mögnuð,
að sögn, og hjá öpunum. Og þá eru börn ekki siður for-
vitin. En það er furðan yfir nýjabruminu, sem venjulegast
liggur til grundvallar fyrir forvitninni. En bæði óvænið og
furðan eru frumlegustu vitkendir manna og dýra.
II. Löngunin og liorfkendirnar. Lönguninni sleppir
Mc. Dougall alveg úr flokki hinna frumlegu hvata, og er þó
engin tilhneiging manna og d)rra tíðari nje víðtækari. Löng-
unin í eitlhvað matarkyns er að minsta kosli öllum lífsver-
um ásköpuð, svo sannarlega sem endurnæringarþörfln er
ein af helstu frumþörfum allra lifsvera. Gefur hún, og þó
einkum með mönnum, sem farnir eru að geta skapað sjer
hugmyndir um það, sem framundan er og hið ókomna, til-
efni til ýmissa tilfinninga, eftir því hvernig horfurnar eru
í það og það skiftið, tilefni til eftirvæntingar, vonar og ótta
og margra annara kenda, er síðar mun getið nánar (í II.
kaíla). Mætti nefna allar þessar tilfinningar einu nafni
horfkendir, af þvi að þær spretta af því, hvernig við
horfir um þæging þarfarinnar i það og það sinnið. Er engin
áslæða til að ætla annað en að minsta kosti sumar þeirra,
eins og t. d. e f t i r v æ n t i n g i n, geri vart við sig hjá dýr-
um, eins og þau geta mænt upp á mann og dinglað róf-
unni, er þau vænta matar síns, og orðið sneypt og stungið
rófunni milli fótanna af einskærum vonbrigðum.
III. Óbeit og yiðbjóður — andstygð og hryllingur. Gagn-
stæð lönguninni er óbeit og viðbjóður. Vont bragð og vond
lykt vekja óbeit, en óbeitin vekur aflur viðbjóð. Viðbjóður-
inn lýsir sjer venjulegast í því, að lífsveran hristir höfuð silt
og skekur við því, sem -óbeitinni veldur, og snýr sjer að
lokum alveg undan. Andslygðin vaknar aftur á móti við
köld, þvöl, slepjukend eða önnur ógeðsleg áhrif á líkamann,
eða ef einhver óværð skríður á mann. Fer þá oft hrollur
um mann eða hryllingur og maður reynir að hrista það af
sjer, sem ógeðinu veldur, eins og t. d. er hross hrylla sig og
slá við taglinu til þess að fæla burt ílugu eða önnur óþæg-
indi. Margt er það, sem vekur mönnum ýmist viðbjóð eða