Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 11
11
gall fer að telja upp hinar einstöku eðlishvatir og sam-
svarandi tilfinningar þeirra, get jeg fyrir mitt leyti ekki leng-
ur orðið honum samférða, því að bæði deilir oklcur, eins
og raunar hann og aðra, sem eru mjer færari i þeim efnum,
á um, hvað sjeu verulegar eðlishvatir eða frumhvatir
manna og dýra, og þá einnig, hverjar sjeu hinar frumleg-
ustu tilfinningar eða frumkendir þeirra; og svo virðist
mjer að auki röðin á þessum frumkendum og frumhvöt-
um hjá Mc. Dougall svo ruglingsleg og rjelt af handa-
hófi, að jeg kýs þar heldur að fara minna eigin ferða. En
þó mun jeg jafnan hafa hliðsjón af þvi, sem Mc. Dougall
heldur fram í einstökum atriðum.
Óbrigðul merki þess, að einhver eðlishvöt sje veruleg
frumhvöt og þá jafnframt tilfinning sú, sem í henni býr,
veruleg frumkend, telur Mc. Dougall aðallega tvent: að
hún komi fyrir bæði hjá mönnum og skepnum — því að
höf. aðhyllist eindregið þróunarkenninguna — og að bæði
tilfinningin og tilhneigingin komi fyrir í sturlun og geðveiki
hjá manninum, þá er sálarlíf hans fer að leysast upp og
frumdrættir þess þvi að koma í Ijós aftur. Notum nú sjer-
kenni þessi sem prófsleina á frumkendir þær og frumhvatir,
er nú skulu taldar, og sjáum svo til, hvort Mc. Dougall
er að öllu leyti sjálfum sjer samkvæmur, eða hvort hann
sleppir ekki úr neinu af tilfinningum þeim og tilhneigingum,
sem hann hefði að rjettu lagi ált að telja bæði til frum-
kenda og frumhvata manna og dýra.
I. Forvitniu og vitkendirnar. Fyrst er þá það, að manni
eða skepnu verður hverft við, að hún veit ekki, hvaðan á
sig stendur veðrið. En þetta, sem á ensku nefnist surprise,
en jeg nefni óvæni eða óvæniskend, vill Mc. Dougall
ekki viðurkenna sem frumlega tilfinningu, þólt það vitan-
lega komi fyrir hæði hjá mönnum og dýrum og það jafnvel
hjá hinum lægstu frumverum, að þær hrökkvi í kúfung eða
skreppi i kút við sjerhver snögg eða óvænt áhrif. Getur
auðvitað verið nokkurt álitamál, hvort nokkur ákveðin til-
finning sje því samfara, þegar manni verður bilt við, og
þó mun það reynsla ílestra, að þeim sje það heldur óþægi-
legt. En um það meira siðar (í I. kalla). A hinn bóginn
viðurkennir Mc. Dougall, að furðan sje frumleg lilfinning
og forvitnin ein af frumhvötum manna og dýra. En það
er mjótt mundangshófið milli óvænis og furðu, eins og sið-
ar skal sýnt. Og furðan skiftist á hinn bóginn oft á við