Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 97
97
Annars hefir þetta viljaval mannsins fordæmi sitt og
fyrirmynd í sjálfri ihyglinni, þegar maður er að hugsa, reyna
að ráða fram úr einhverju af hinum andlegu viðfangsefnum
sínum. Þá hremmir athygli manns jafnan helst þá hugsun
úr hinu ósjálfráða hugarreiki manns, sem hún hjrggur að
helst geti komið að haldi til þess að ná markmiðinu og
ráða fram úr vandkvæðunum. Hefi jeg nefnt þetta hug-
grip (apperception) í sálarfræði minni, af því að það er
eins og hugurinn grípi það eða hremmi úr hugarreiki sínu,
sem hann helst þarf með í það og það sinnið.1)
Nú á einmitt eitthvað svipað eða i raun rjettri það sama
sjer stað í viljavali manns eins og í þessu hugvali, því að
maður velur þó jafnan fyrst í huga sjer. Hugðin Iiefir þegar
sett manni eitthvert markmið, og svo er manni með ráð-
kænsku sinni ætlað að linna leiðirnar eða tækin til þess að
ná þvi markmiði. Sje nú löngun manns sterk, lætur maður
ekki segja sjer þetta tvisvar, heldur er rnaður eins og vak-
inn og sofinn i að þægja þörf sinni á einn eða annan hátt.
Valið er nú tíðast í því fólgið, að hver velur sjer líkt,
eins og hver elskar sjer líkt, þ. e. velur það, sem honum
líkar best. Hjer er því um eins konar andlega tillíking
(assimilaiion) að ræða. Nautnaseggurinn velur nautnina, sá
ágjarni gróðann, sá glæplundaði glæpinn o. s. frv., en hinn
hygni maður það, sem hyggilegast er, og hinn siðavandi það,
sem hann telur rjettast og göfugast. Hin rikjandi til-
hneiging í skapgerð mannsins veldur því jafnaðarlegast,
livað hann velur sjer og hverja leiðina hann helst stefnir.
Og þegar þessi ríkjandi tilhneiging er orðin sterk, er mað-
urinn eins og vakinn og sofinn í að fullnægja henni. Hann
er orðinn henni samdauna, jafnvel orðinn hálfgerður eða
algerður þræll hennar, áður en hann veit af. Þó fer þella
nokkuð eftir þvi, hvers konar ástriðu maðurinn helst þjónar,
því að sumum ástríðum manna er, eins og sýnt mun verða,
þannig farið, að þær gera mann frekar að frjálsum mönn-
um en þrælum.
En fyrir þetta síendurtekna val þroskast nú skapgerð
mannsins æ meir og meir í einhverja ákveðna átt og sjálfs-
vera hans mótast að sama skapi og í sömu áttina. Naulna-
seggurinn, sá ágjarni og sá glæplundaði verða æ því »forhert-
ari í syndinnk, eftir því sem lengra líður; en sá hygni og
1) Sbr. Alm. sálarfræði, bls. 228.
13