Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 88

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 88
88 sumum stafar þetta af heilsuleysi og öðru andstreymi, hjá sumum aftur af því, að þeir hafa verið betra vanir, og hjá sumum loks af einhvers konar fullkomnunarþrá, er aldrei flnnur sjer fullnægt. Er þá oft töluvert meira í þessa menn spunnið en þá, sem þeir eiga við að búa. Menn þessir verða þó oft nöldursamir og óþýðir í umgengni og stundum ærið ómildir í dómum sinum um menn og málefni. Ef geðslag þetta magnast og verður að hreinu og beinu skaplyndi, verða þelta oft mestu bölsýnismenn og jafnvel mannhatarar.1) En af því að andúðin, eins og þegar er sagt, venjulegast útilokar bæði blíðu manna og ást, en veldur aftur úlfúð og hatri, leiðir hitt, að hún drepur venjulegast alla gleði manna og hinar göfugri tilfinningar. En úlfúð vekur andúðin fyrir skærur þær, sem hún hleypir af stokkunum manna í milli; og úlfúðin vekur aftur heiftúð, er skærurnar aukast, en heift- úðin upptendrar að síðustu hatrið, sem er beint til þess ætlað að eiga i höggi við haturseínið eða hatursmanninn, reyna að korna honum á knje og yfirstíga hann að síðustu fyrir fult og alt. Hatrið lýsir sjer venjulegast í þeirri tilhneigingu, er vjer nefnum hefnigirni, en hún er einmitt i þvi fólgin að leitast við að hefna fyrir móðganir þær og mótgerðir, sem maður þykist hafa orðið fyrir. Auðvitað getur aftur hefni- girnin snúist upp í ævarandi hatur, ef maður þykist aldrei hafa hefnt sín nægilega og heiftúðin magnast í stað þess að rjena. En lítum nú nánar á hatrið og heiftúðina. Aðalmarkmið hatursins og hefnigirninnar er að vinna að eyðingu eða tortímingu þess, sem maður hefir lagt fæð á. Öll viðleitni og tiltæki hatursins stefna að þessu markmiði. Tiltæki hatursins eru jafn-margvísleg og liltæki ástarinnar, en ekki að sama skapi jafn-göfug eða jafn-góðlátleg. Jafnvel bænina hafa menn notað í þessu augnamiði og nota enn. Flestar fornþjóðir, þar á meðal ekki síst Gyðingar, svo heift- rækin þjóð sem þeir voru, báðu guð þess heilt og innilega að tortíma óvinum sínum. Og enn mun þelta brenna við í þeirri mildu heimsstyrjöld, sem nú geisar, meðal ófriðar- þjóðanna. Annars treysta þær víst betur morðvjelum sínum og morðtækjum en öllu öðru. En þótt alt sje nú í uppnámi í heiminum, mun hatrið og heiftúðin þó víst heldur vera í rjenun bæði meðal ein- stakra manna og þjóðanna innbyrðis, þegar þær eiga ekki 1) Sbr. Moliére: Le Misanthrope og Wuller Scolt: The Pirate.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.