Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 36
36
Maður sjegir þá bara: »Nú er nóg kómið!« og ýtir því frá
sjer, sem maður hefir fengið leiða á. En sje um andlegan
leiða að ræða, sje manni t. d. farið að leiðast háttalag eða
framferði einhvers manns, þá segir maður: »Hættu nú þessu!«
og bandar honum frá sjer.
Það sem fullþroska, siðaður maður getur fengið leiða og
andstygð á, er næsta margvislegt. Auk efna þeirra, sem vekja
manni klígju og viðhjóð, og auk þess kalda, þvala og slepju-
kenda, sem mann hryllir við, er margt, sem fær manni
andstj'gðar, svo sem óþrif, ýmiss konar skordýr og skriðkvik-
indi, óhreinindi, sár og sjúkdómar, rotnandi efni og úldin
hræ; en auk þessa t. d. menn, sem eru sóðar með sjálfa
sig eða ganga óhreinlega að mat og drykk eða eru eitthvað
dýrslegir í athöfnum sinum og framferði. Þá geta menn
og fengið leiða á mönnum yfirleilt, lífinu og öllu, sem nöfn-
um tjáir að nefna, svo að þeir segi að lokum eins og Prje-
dikarinn: »Hjegómans hjegómi!« Og loks geta menn fengið
svo mikinn leiða og viðhjóð á sjálfum sjer og athæfi sínu, að
þeir viti ekki, hvað þeir eigi við sig að gera eða hvort þeir
eigi heldur að lifa eða deyja. En þá er leiðinn orðinn að
því, sem jeg vil nefna hugð, að mjög svo samsettu og flóknu
tilfinningakerfi.
Loks getur andstygðin magnast svo, að hún verði að við-
urstygð. Maður stnggar þá við því og reynir að hrinda
því frá sjer, sem maður á í höggi við, enda vekur það þá
oft hæði hræðslu manns og reiði. Viðurslygðin er reiði-
blandin andslygð, sem leiðir af ilrekaðri óánægju með og
ógeði á hlut þeim eða persónu, er hún bitnar á. En af
hverju sem andstygðin og viðurslygðin sprelta, þá lýsa þær
sjer jafnan á líkan hátt i látbragði manna og sviphrigðum.
Maður geiflar sig, eins og maður vildi koma einhverju út úr
sjer, fussar við því og sveiar, handar þvi frá sjer eða snýr sjer
undan því, sem andslygðina vekur; en verði það áleitið við
mann, verður andstygðin að viðurslygð, svo að maður reynir
beint að hrinda þvi frá sjer eða að hrista það af sjer. And-
slygðin er því jafnan sjálfri sjer lík, af livaða rótum, sem
hún er runnin; hún er í þvi fólgin, að reyna að komast hjá
því að eiga nokkur mök við það, sem veldur ógeði manns
og andstj’gð.
En þelta kemur manni að lokum í skilning um gagnsemi
andstygðarinnar. Með varnarráðstöfunum hennar reynir lifs-
veran að verjast þvi, sem henni er ógeðfelt, óþægilegt eða