Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 37
37
beint skaðlegt. Og þvi kemur andstygðin, þrált fyrir allan
þvergirðing sinn, lífsverunni að miklu liði. Hún verndar
hana gegn þvi, sem getur orðið henni óþægilegt eða heint
skaðlegt og vekur h r æ ð s 1 u hennar við það.
IV. Hræðsla.
Áður en vjer nú förum að virða fyrir oss hræðsluna og
aðrar geðshræringar manna, svo sem reiði, hr}'gð og gleði,
verður að hafa svolítinn formála, er snertir þær allar meira
og minna.
Vjer segjum, að oss sje glatt og gramt i geði, að vjer sje-
um í góðu og vondu skapi, eða hryggir í skapi eða að oss
renni í skap, þá er vjer annaðhvort hræðumst, reiðumst,
hryggjumst eða gleðjumst. Því má nefna þetta skapkend-
ir. En tilfinningar þessar leggjast misþungt á rnánn og eru
misjafnlega sterkar. Því hefi jeg í sálarfræði minniJ) greint
á milli geðhrifa (Slemning), sem venjulegast eru fremur
væg og óákveðin, geðshræringa (Sindsbevœgelser, Ajfek-
ter), sem tiðast eru bæði magnaðar og ákveðnar, og g e ð s -
lags (Sindelag), sem táknar það í geði manns, sem orðið
er að nokkurn veginn rikjandi skaplyndi. Hvernig ber nú að
greina milli geðhrifa og geðshræringa, og hvað er það, sem
veldur þvi, að hin tiltölulega vægu »geðhrif« (Stemninger)
geta svo að segja alt í einu orðið að snöggum og sterkum
geðshræringum?
Orðin Siininmng og Stemning eru helst notuð í þýsku og
dönsku og því ber helst að spyrja þýska og danska sálar-
fræðinga um þá merkingu, sem þeir leggja í þau.
Nahlowsky segir i hinu merka riti sinu um tilfinninga-
líflð:1 2) »Unler Stimmung verstehen wir lediglich durch seinen
Grundton charakterisirten Kollektivzustand des Gemúhts,
welcher (in der Regel) weder das Hervortreten bestimmler
1) Almenn sálarfræði, bls. 248 o. s.
2) Nahlowsky: Das Gefiihlsleben, Leipzig 1884, bls. 171.