Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 4
4
Það eru aðallega tveir Englendingar, þeir dr. Mc. Dou-
gall í Oxford og A1 exa n d er F. S h a n d, M. A., í Lon-
don, sem eiga mestan og beslan þátt í þessu. En skoðun
þeirra er í stultu máli sú, þótt þeim beri alls ekki saman í
einstökum atriðum, að til sjeu svo og svo margar frumlegar
tilfinningar eða frumkendir (emolions). Sjeu þær mönn-
um og dýrum sameiginlegar og bundnar helstu frum-
hvötum þeirra. En allar aðrar tilfinningar sjeu eins og
samantvinnaðar úr þeim, myndi tviþætt, þríþætt og jafnvel
fleirþæll tilfinningasambönd. Dauðlangar mig til að kalla
slíkar samseltar tilfinningar samkendir (complex emo-
iions). Loks myndi tilfinningarnar lirein og bein tilfinninga-
kerfi, er bundin sjeu ákveðnum hugmyndum eða hugsjón-
um og láti stjórnast af þeim. Slík tilfinningakerfi (senti-
menls) mætti ef til vill kalla hugðir á islensku.
Með því að reyna að finna hinar frumlegu tilfinningar,
halda nú menn þessir því fram, að maður geti rakið og
skilið allar aðrar (samseltar) tilfinningar, og að maður með
því að beita aðferð þessari geti þrætt tilfinningalífið svo að
segja frá upphafi til enda.
Það væri nú ekki lítið i þelta varið og ómaksins vert að
reyna þetta. Og með því að jeg hefi nú sjálfur bæði hugsað
og skrifað hitt og þetta um þróun sálarlífsins, en á hinn
bóginn verið óánægður með lýsingu bæði sjálfs mín og ann-
ara á tilfinningalífinu, hjelt jeg, að það yrði nú skást, að
láta Árbókina að þessu sinni flytja mönnum nokkrar fregnir
af þessu nýmæli, jafnframt því sem jeg reyndi að koma því
svo fyrir og lýsa þvi svo, sem jeg hygði rjettast vera.
En það verður þá helst á þá leið, að jeg í stuttum, al-
mennum inngangi reyni að grafa fyrir rætur þessara frum-
legu tilfinninga; lýsi þeim svo lilillega hverri um sig, sitt í
hverjum kaflanum; sýni siðan fram á, hversu þær fara að
mynda samsettar tilfinningar, og síðast, liversu tilfinninga-
kerfin, eða liinar svonefndu hugðir, verða til. Auðvilað er
það, að í svo afmörkuðu rúmi, sem hjer stendur til boða,
verður hvorld ritað langt mál nje ilarlegt um þetla. Og ekki
lofa jeg þvi, að það verði beint skemtilegt aflestrar. En ein-
hverri ofurlítilli skilningsglætu hygg jeg að jeg megi lofa
flestum þeim, sem nenna að Iesa þessa ritgerð á enda, og
þá meðal annars á því, hversu skapgerð manna og sjálfs-
vera muni fara að þróast.