Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 83

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 83
83 forðast sjálfum sjer til handa. Og |>ar gela vaxið upp liugðir jafnhliða sjálfri siðferðishugðinni, sem jafnvel ganga í her- högg við hana og að síðustu ef lil vill kúga liana og kæfa. Einkum eru það hinar margvíslegu hamingjuhvatir manna, sem þegar hafa verið nefndar, er ala þessar hugðir í skauti sínu, l. d. nautnagirndin eða löngunin til fjár og frama, metorða og mannvirðinga. Slíkar hugðir fá menn oft til að breyta á móti boðum samvitskunnar, og þær hafa svo að segja, eins og raunar allar hugðir, sína einka-samvitsku, sem er í þvi fólgin að gera alt það, sem getur greitt fyrir áhugamáli manns, en forðast alt hitt, er getur spilt fyrir því eða spornað við framgangi þess. En fyrir hina sifeldu iðkan þess, sem manninum í þessu efni er hugðnæmast, geta þær vaxið öllum öðrum hugðum yfir höfuð og orðið að aðal- viðleitni manns og áhugamáli. En þá fara þær, eins og síð- ar mun sýnt, að mynda og móta alla skapgerð manna. Og sjálfshugð manna getur verið fólgin í fleiru en þessu; hún umlykur yfir höfuð alt það, sem maðurinn ber fyrir hrjósti, eða honum finst að sje eins og partur úr sjálfum sjer, alt það, er hann tekur sárt til og líður önn fyrir, já, meira að segja það, sem harin hatar og hefir óheit á, því að alt viðkemur þetta honum sjálfum meira eða minna. Oft tekur rnenn t. d. svo sárt til barna sinna, að það, sem sagt er þeim til lofs eða hnjóðs, hefir sömu áhrif á þá og verið væri að lofa og lasta sjálfa þá. Og jafn-sárt getur mann tekið til vina sinna og kunningja, stjeltarhræðra sinna, sveit- ar sinnar eða lands. En skilyrðið fyrir þessu er þó oftast nær það, að ástfóstri manns og hugðarefni sje hallmælt í samanhurði við eitthvað annað álíka, svo að manni finnist, að maður verði að draga taum þess eða taka málstað þess. Þeir, sem hata eitthvað eða einhvern, munu og finna, að heiftúðin er eins og partur úr sjálfum þeim. Þannig umlykur og yfirskyggir sjálfshugð manna svo að segja alt í sálarlifi þeirra og þó einkum það, sem þeir ann- aðhvorl hafa mætur eða óbeit á. Því er það svo mikilsvert, næst sjálfshugðinni, að kynnast hugðum ásta og halurs, því að það er eins og þær myndi uppistöðuna í öllum öðrum hugðum vorum. Enda eigum vjer nú að fara að kynnast þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.