Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 83
83
forðast sjálfum sjer til handa. Og |>ar gela vaxið upp liugðir
jafnhliða sjálfri siðferðishugðinni, sem jafnvel ganga í her-
högg við hana og að síðustu ef lil vill kúga liana og kæfa.
Einkum eru það hinar margvíslegu hamingjuhvatir manna,
sem þegar hafa verið nefndar, er ala þessar hugðir í skauti
sínu, l. d. nautnagirndin eða löngunin til fjár og frama,
metorða og mannvirðinga. Slíkar hugðir fá menn oft til að
breyta á móti boðum samvitskunnar, og þær hafa svo að
segja, eins og raunar allar hugðir, sína einka-samvitsku,
sem er í þvi fólgin að gera alt það, sem getur greitt fyrir
áhugamáli manns, en forðast alt hitt, er getur spilt fyrir því
eða spornað við framgangi þess. En fyrir hina sifeldu iðkan
þess, sem manninum í þessu efni er hugðnæmast, geta þær
vaxið öllum öðrum hugðum yfir höfuð og orðið að aðal-
viðleitni manns og áhugamáli. En þá fara þær, eins og síð-
ar mun sýnt, að mynda og móta alla skapgerð manna.
Og sjálfshugð manna getur verið fólgin í fleiru en þessu;
hún umlykur yfir höfuð alt það, sem maðurinn ber fyrir
hrjósti, eða honum finst að sje eins og partur úr sjálfum
sjer, alt það, er hann tekur sárt til og líður önn fyrir, já,
meira að segja það, sem harin hatar og hefir óheit á, því
að alt viðkemur þetta honum sjálfum meira eða minna. Oft
tekur rnenn t. d. svo sárt til barna sinna, að það, sem sagt
er þeim til lofs eða hnjóðs, hefir sömu áhrif á þá og verið
væri að lofa og lasta sjálfa þá. Og jafn-sárt getur mann
tekið til vina sinna og kunningja, stjeltarhræðra sinna, sveit-
ar sinnar eða lands. En skilyrðið fyrir þessu er þó oftast
nær það, að ástfóstri manns og hugðarefni sje hallmælt í
samanhurði við eitthvað annað álíka, svo að manni finnist,
að maður verði að draga taum þess eða taka málstað þess.
Þeir, sem hata eitthvað eða einhvern, munu og finna, að
heiftúðin er eins og partur úr sjálfum þeim.
Þannig umlykur og yfirskyggir sjálfshugð manna svo að
segja alt í sálarlifi þeirra og þó einkum það, sem þeir ann-
aðhvorl hafa mætur eða óbeit á. Því er það svo mikilsvert,
næst sjálfshugðinni, að kynnast hugðum ásta og halurs, því
að það er eins og þær myndi uppistöðuna í öllum öðrum
hugðum vorum. Enda eigum vjer nú að fara að kynnast
þeim.