Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Blaðsíða 47
47
ekki einungis lil þess að bera umh)rggju fyrir likamlegri
heilbrigði þeirra, heldur og til þess að verja þau siðferði-
legu grandi. Og hræðslan við að missa ást og hylli vina
sinna kemur manni ekki einungis til að sýna þeim ýmiss
konar vinahót, heldur og að varast alt það, er geli slj'gt þá
og fjarlægt. Og svona mælti tilfæra ótal margt, er sannar
það, að lilfinningatækin hreytast jafnan með nýjum og
nýjum aðstæðum og markmiðum.
Eins og hræðslan getur sproltið hæði af eigingirni og
samúð, gelur hún og sprottið af andúð og hatri. En hræðslu-
efni hatursins er, eins og sýnt mun betur siðar (shr. X.
katla), alveg gagnstælt hræðsluefni ástarinnar. Vjer gleðjumst
þá yfir því, ef halursmanni vorum eða fjandmanni gengur
miður, en hræðumst það eilt, að honum vegni vel.
Er þá til nokkurt sameiginlegt lögmál fyrir hræðslu svo
ólíkra hugða eins og eigingirni, ást og halur eru? Já; og það
má ef til vill orða það á þessa leið:
Ilið sameiginlega hræðsluefni allrar hræðslu, hæði í eigin-
girni, ást og hatri, er það, að eilthvað gangi á móli óskum
vorum og áhugamáli. Og hinn sameiginlegi tilgangur allrar
hræðslu er að reyna að forðast háska þann eða hættu, er
maður heldur að sje húinn sjálfum manni, ástfóstri manns
cða áhugamáli.
Að eins ein undantekning virðist vera frá því, að maður
forðist eða reyni að sneiða hjá þvi, sem maður hræðist, en
það er, þegar hræðslan kemur manni til að verjast og berj-
ast. En maður herst þá að eins til þess að verjast því,
sem ógnar sjálfum manni og óhultleik manns og að eins
lil þess að komast úr allri hættu. Einn maðurinn herst t. d.
við annan um llakið, þegar hann er i sjávarháska, en að
eins til þess að ná í ílakið og komast lífs af. Þetta er þvi í
raun rjettri engin undantekning. Maður spornar að eins við
hættunni í slað þess heint að forðast hana, en hræðist
hana þó.
IJitt virðist aftur á móti öllu óskiljanlegri undantekning,
að maður leggur stundum sjálft lífið í sölurnar til þess að
sporna við því, sem maður hræðist. En það kemur þá
af því, að það, sem maður líður önn fyrir í það og það
sinnið, er manni stundum dýrmætara en lífið sjálft. Mörgum
er t. d. mannorðið dýrmætara en lífið; þeir mega ekki til
þess hugsa að lifa við vansæmd og fyrirfara sjer því. En
V