Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 20
18
Árbók Háskóla íslands
Því megum við innan háskólans ekki
gleyma. Hins viljum við krefjast, að há-
skólinn sjálfur hafi víðtækt frjálsræði innan
þess ramma, sem honum er settur. Það
verður aldrei farsælt til lengdar, að aðilar
utan háskólans stýri orðum hans og athöfn-
um í smáu og stóru. Því aðeins getur Há-
skóli íslands orðið frjór og nytsamur fyrir
þjóðfélagið sem universitas, að frelsi hans
og einstaklinga innan hans sé virt í ríkum
mæli.
IV
Mig langar að lokum að minnast á tvennt,
sem mér hefur verið ofarlega í huga að
undanförnu. Annað er nauðsyn þess að efla
rannsóknir og tilraunastarfsemi, og hins
vegar nauðsyn þess að efla og bœta mannleg
samskipti, bæði í skólum landsins, á vinnu-
stöðum og í þjóðfélaginu yfirleitt.
Fyrst vík ég að rannsóknunum.
„Tímarnir breytast og mennirnir með“.
Hið þekkta orðtak virðist gera ráð fyrir
átakalausri aðlögunarhæfni manna að
breyttum aðstæðum.
Víst er um það, að breytingarnar eru að
jafnaði ekki hraðari en svo, að um hægfara
þróun er að ræða, sem hvorki veldur okkur
heilabrotum né hugarangri.
Stundum gerist það þó, að við vöknum
upp til nýs lífs að morgni með ný vandamál,
sem við höfum lítt eða ekki leitt hugann að
áður í neinni alvöru.
Ég hygg, að víða um heim, þar á meðal
hér á landi, sé nú slíkur morgunn. Ég hirði
ekki um að tíunda vandamál hans. Þau eru
okkur öllum jafnljós, ef við gefum okkur
tóm til athugunar frá neyslu- og nautna-
kapphlaupinu.
Hvernig eigum við að bregðast við
vandamálum slíksmorguns? Hreinsaokkur
sjálf af því að hafa skapað þau og kenna
öðrum um ófarnaðinn og láta þar við sitja
án þess að kryfja orsakir meinsins til mergj-
ar eða huga að því, hvað til ráða megi
verða? Væri ekki nær að snúa bökum
saman, viðurkenna, fyrirgefa, endurskoða
markmið og leita þeirra með alefling and-
ans og athöfn þarfri?
Vissulega er það hlutverk skóla, fræðslu-
og uppeldisstarfs á heimilum og á vinnu-
stöðum að kenna mönnum, ekki síst ungu
fólki, á heiminn, eins og hann er í dag.
Miðlun þekkingar um það er góð. Ef við
hins vegar gleymum hinum þættinum,
leitinni að nýrri þekkingu með rannsóknum
og tilraunastarfsemi og íhugun, þá láist
okkur að reyna að læra á heiminn eins og
hann verður á morgun.
Stundum fórnum við of miklu á altari
þess, sem er, og gleymum að reisa okkur
musteri framtíðarinnar. Við gleymum því
oft, hve heimur okkar er síbreytilegur, og
þess vegna kemur framtíðin okkur svo oft í
opna skjöldu.
Svar okkar í dag hlýtur að verða það að
draga úr gegndarlausum austri af stopulum
gnægtabrunnum þess, sem er, en beina orku
okkar í vaxandi mæli að leit nýrra brunna
fyrir framtíðina.
Hvað kemur þessi hugleiðing háskólan-
um við? Jú, vissulega. Efling rannsókna og
þar með leitar að nýrri þekkingu er okkur
nauðsynlegri nú en verið hefur um langt
árabil.
Ég hef þá trú, að hver einasti hugsandi
maður hér á landi sé sömu skoðunar. Ég
þykist merkja margvíslega tilburði
stjórnvalda, fyrirtækja og félagssamtaka,
skóla og framtakssamra einstaklinga í þessa
átt. Spurningin er aðeins þessi: Berum við
gæfu til samstöðu um þessa leit að nýrri og